Skírnir - 01.04.1914, Page 58
170
Pereatið 1850.
um haustið 1849 voru allir piltar í félaginu, nema einir
fjórir, sem aldrei höfðu viljað í það ganga. Um jólaleytið
■efndu piltar til gleðileika og buðu borgurum bæjarins til,
þótti það góð skemtun. Til launa fyrir hana buðu svo
borgarar piltum aftur á dansleik, er haldinn var á að-
fangadagskveld jóla á gildaskálanum (Hjálpræðisherskast-
alanum, sem nú er); er svo að sjá, að þar hafi verið veitt
vel, og bindindi pilta farið mjög út um þúfur, og þeir
eftir það hafi farið mjög að tíðka komur sínar á gilda-
skálann. Þá var bæjarfógeti í Reykjavík Kristján Krist-
jánsson (síðar amtmaður); hann var mjög grunaður um að
hafa verið liðsinnandi piltum með alt þeirra ráðabrugg,
enda segir rektor það hiklaust í skýrslu sinni, að eftir
pereatið hafi forsprakkarnir Arnljótur og Steingrímur setið
kvöld eftir kvöld heima hjá honum við púnsdrykkju fram
á nótl. Það er líka kunnugt, að Steingrímur bar alla
jafna hinn hlýjasta hug til Kristjáns. Að K. Kristjánsson
hafi verið piltum hjálplegur staðfestist og annarstaðar frá,
því einn af þáverandi skólapiltum segir svo: »fréttist mest
gegn um hús landfógeta af því sem rektor og stiftsyfir-
völdin voru að brugga«. Það þótti sjálfsögð skylda bæjar-
fógeta að varna því, að piltar gengju í gildaskála, og því
var að boði ráðherrans fyrirskipuð rannsókn viðvíkjandi
hegðun hans sem lögreglustjóra, að því er þetta atriði
snerti, og var honum gefið að sök, að hann hefði vanrækt
að framfylgja ákvæðum í opnu bréfi 28. nóvbr. 1828, er
bannar veitingamönnum að leyfa skólapiltum (í Danmörku)
setu í húsum sínum við drykkju og spil. Þórður sýslu-
maður Guðmundsson í Kjósar- og Gullbringusýslu var skip-
aður rannsóknardómari. Bæjarfógeti varði sig með því,
að hann hefði alls ekki heyrt getið um þetta opna bréf
fyr en deginum þá á undan, er hann mætti í rétti, enda
hafði þetta lagaboð ekki verið lögleitt fyrir ísland1). Samt
sem áður er það vafalaust, að framkoma bæjarfógeta í
þessu »pereats«-máli var aðalástæðan til þess, að hann
‘) Loysamling for Island 9, B, bls. 352.