Skírnir - 01.04.1914, Page 69
Pereatið 1850.
181
ur hafi fyrir pilta hönd neitað að hlýða, en sagt að þeir
kæmu ef til vill í tíma um eftirmiðdaginn. Þegar rektor
kom út á ganginn rétt áður en hann fór burtu, segist
hann hafa séð' tvo pilta þar sem voru hágrátandi út úr
þessu.
»Þegar piltar voru þotnir út úr skólanum með söng
og hávaða, sem fyr segir, fóru rektor og kennarar heim
í hús hins fyrnefnda1), til þess að taía um atburð þenna
og sernja skýrslu um hann til stiftsyfirvalda, og meðan
þeir sátu þar á ráðstefnu dundi »pereatið« yfir. Piltarnir
komu í fylkingu (opstillede i Rader), gengu inn í garðinn
og hrópuðu hvað eftir annað »pereat* fyrir rektor, fyrir
utan það herbergi sem hann ásamt kennurum sat í; því
næst gengu þeir á sama hátt fyrir hvert hús í bænum
sem búið var í og endurtóku hið sama. Þessar götuóspekt-
ir stóðu yfir frá því kl. um 10 til kl. 12, án þess að
nokkur lögreglumaður léti sjá sig til að hefta þær«. Það
var ætlun pilta að gera Jens Sigurðssyni hin sömu skil,
því Jens var hægri hönd rektors í öllu þessu máli, en Arn-
ljótur Olafsson fékk afstýrt því, eftir því sem hann sjálf-
ur segir frá í umsókn sinni til stiftsyfirvaldanna um að mega
taka stúdentspróf.
Þessi skýrsla rektors, sem hingað til hefir verið fylgt
er óefað alveg rétt, þó hann væri annar málsaðili. Hann
var of vandaður rnaður til þess að fara með rangt mál,
þó honum yrði það á að reiðast heldur mikið þann 17.
janúar og dagana á undan. [Framh.].
Kl. Jónsson.
*) Hann bjó í Austurstræti i húsi því, sem síðar var nefnd „Yelta“,
nú nýtt hús beint á móti „Hotel Island“.