Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1914, Blaðsíða 72

Skírnir - 01.04.1914, Blaðsíða 72
184 Hallgrímur Pétursson. gáfuna, að það er oft að mestu og frumlegustu menn eru misskildir eða þekkjast ekki fyr en framliða stundir. En svo vér komum að aðalefni ræðunnar, vil eg fyrst benda á ástand þjóðar vorrar á 17. öldinni, því næst bera saman H. P. og helztu samtíðarmenn hans, í þriðja lagi skulum vér íhuga skáldskap Hallgrims, einkum hans ódauðlegu píningarsálma. I. Á síðustu árum Guðbrandar biskups Þorlákssonar, en á öndverði hinni stórfeldu og mótsetningaríku 17. öld var það að Hallgrímur flutti með föður sínum að Hólum, og var hann þá barn að aldri. Hafði þá hinn merkilegi skörungur biskupinn stýrt Hólastól fulla hálfa öld. Þótt nú hinn ungi piltur frændi hans hafl lítils notið af honum beinlínis, þar sem biskup var örvasa orðinn, og hin gamla stjórnsemi lians væri komin í aðrar hendur, og mörgu hafi farið verið að hnigna á stólnum, mun hin námgjarni sveinn hafa snemma heyrt og skynjað, hve margar og stórfeldar breytingar höfðu gerst á Hólum ekki síður en á öllu íslandi þá rúmu hálfu öld, er liðið hafði frá falli Jóns Arasonar fyrir að verja hinn kaþólska sið; hann hefir margt heyrt um siðaskiftin, um hið nýja konungsvald, um »stóra dóminn« og yflrréttinn, um aftöku vopnaburðarins, nýju skólana, prentverkið mikla o. fl. Alt þetta hefir grafið um sig í sál og ímyndun sveinsins, og vakið í hon- um ýmist stórhug og þrá, eða óró og ærslur, því það hefir verið barnsál hans meir en ófæra að melta eða ríma saman svo marga og sundurleita hluti. En hvernig var þá hagur landsmanna yfirleitt? í mörgu lagi lakari og erfiðari en verið hafði, eða svo er víst að almenningur hugsaði í þá daga. Menning alþýðunnar hafði að vísu ávalt lítil verið, en siðaskiftin höfðu vakið nýja óró og óánægju, enda voru hin hræðilegu aldamótaharðindi þá nýlega yfir staðin. Við siðaskiftin má óhætt álykta, að hjátrú og hleypidómar alþýðu hafi aukist að mun í stað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.