Skírnir - 01.04.1914, Síða 77
Hallgrimur Pétarsson.
189
verðum þess lítt varir, en vér skiljum hin djúpu áhrif
aldarinnar á hina sjúku, guðivígðu sál. Meiri blóðhita-
stunur líkamlegs og andlegs dauðastriðs finst, að eg hygg,
í engra þjóða bókmentum en vorum. Og hvað var þá
orðið af hinum fagnandi sigurljóðum hinna fyrstu Jesú
Krists blóðvotta? En þetta píslarvætti H. P. var ávöxtur
rétttrúunar hans öfugu aldar.
II.
Vér spyrjum aftur: hvernig gátu þjóðirnar þolað þessa
trúarfræði? Mannkynið þolir mikið. Segðu móðurinni,
sem horfir á guðs kærleika og lífsins dásemd skína í fyrsta
brosi barnsins síns, segðu henni, að afkvæmi hennar sé
undir valdi djöfulsins, og hún trúir þér ekki fremur en að
sólin á himninum sé svört. Segðu sakamanninum, sem á
að líflátast ásamt unnustu sinni eftir blindum dómi fyrir
sifjaspell, sem enginn kallar saknæm nú, seg honum, að
ekkert nema blóð Jesú Krists geti frelsað þau frá guðs
réttlátu reiði og eilífri útskúfun. Hann trúir þér ekki.
Lífið hefir föst tök á mönnum svo lengi sem sóiin bros-
ir á himninum og einhver vonarskima lifir í hjartanu.
Eftir verstu áföllin í byrjun 17. aldarinnar hélt líf þjóðar
vorrar nokkurn veginn gömlu lagi, og hvenær sem afbráði,
létu menn gamm lífsgleðinnar geisa, eða tóku sér skeið-
sprett með skáldi glaðværðanna í Vallanesi. Hinn gamli
Adam vill líka lifa. Á dögum H. P. var og lengst af all-
gott árferði, ríkismenn voru ekki fáir og fróðleikur við
skólana var óðum að glæðast, svo betri latínumenn hefir
land vort aldrei átt en þá. Og þá tóku aftur að rísa af
dái vorar fornu bókmentir, og þeirra endurvöknun að
kveykja fjör og metnað vorra vitrustu og beztu manna;
vaknaði svo smásaman þekking næstu landa á frægð og
ágæti vorrar fornu tungu og bókfræði. I þeirri miklu
vöknun áttu þeir mestan þátt Arngrímur hinn lærði, síra
Magnús Olafsson í Laufási, og síðar biskuparnir Brynjólfur
og Þorlákur, Þormóður Torfason, Stefán Ólafsson, H. P.