Skírnir - 01.04.1914, Side 86
198
Hallgrimar Pétursson.
sálmanna, sem gert hafa þá að kristnum Hávamálum
þessa lands.
En svo er eftir hin trúarlega hliðin, er eg nefndi, og
hin skáldskaparlega. Þeirri hlið má lýsa í fám orðum.
Trú skáldsins er ávalt hin sama, heit, föst og vakandi.
Trú hans og andríki verður ekki aðskilið. Þó er munur
sálmanna, sem fer nokkuð eftir textunum, þar eð sumir
örfa meir til andríkis en aðrir; rýrir sálmar finnast hvergi
í flokknum, en andríkisminstir virðast vera sálm. »Pílatus
hafði prófað nú« og »Hér þá um guðs son heyrði« (20. og
26. s.). Frá sjónarmiði listar og andagiftar eru t i 1 þ r i f
skáldsins eða sprettir eftirtektaverðast — sprettir frá
lægri stöð til hærri í meðferð textanna. Þar sést bezt
listamaðurinn, sein aldrei fer þó hærra en svo, að
hann svíður ekki vængina á fluginum, né lendir í ógöngum
rímleysu, iburðar eða myrkurs. Er óþarfi og máske vill-
andi, að lýsa með dæmum skáldskap H. P. og hin 1 ý r-
i s k u tilþrif eru þess eðlis, að þau h r í f a, og þá er alt
fengið.
Deila má um hverjir sálmarnir séu beztir, og hverjir
æðri eða óæðri, en ekki á sá samanburður við hér. Eg
vil benda á hinn merkilega sálm: »Greinir Jesús um
græna tréð«. Þar eins og í öðrum sálmum skýrir skáldið
glögt og skýrt frá rétttrúnaði aldar sinnar, en í þessum
sálmi sýnir hann í niðurlagi sálmsins einna bezt sína
mildu og hjartnæmu andríkisgáfu, sem verpur guðlegum
náðargeislum yfir hina hörðu trúfræði þá er hann kveður:
»Visnað tré eg að vísu er«, og svo á enda sálmsins. Hvar
er sá deyjandi maður, sem ekki fær hægra andlát, ef
guðhræddur kennimaður syngur honum slík Ijóðaljóð?
Að tína dæmi eftir dæmi tæmir ekki auðlegð sálma þess-
ara. Minnist smámennin þess, sem hugsa sig færa um
nú á dögum að syngja guði og hinum upprisna »nýjan
söng«. Angurblíðastir þykja mér vera sálm. 1., 12., 21.,
34. og 36., en enginn með jafn miklum heilagleikablæ
eins og sá 44.: »Hrópaði Jesús hátt í stað«. Þar kemur
guðstrú allra þjóða og allra tíma fram eins og himinblíð