Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1914, Page 86

Skírnir - 01.04.1914, Page 86
198 Hallgrimar Pétursson. sálmanna, sem gert hafa þá að kristnum Hávamálum þessa lands. En svo er eftir hin trúarlega hliðin, er eg nefndi, og hin skáldskaparlega. Þeirri hlið má lýsa í fám orðum. Trú skáldsins er ávalt hin sama, heit, föst og vakandi. Trú hans og andríki verður ekki aðskilið. Þó er munur sálmanna, sem fer nokkuð eftir textunum, þar eð sumir örfa meir til andríkis en aðrir; rýrir sálmar finnast hvergi í flokknum, en andríkisminstir virðast vera sálm. »Pílatus hafði prófað nú« og »Hér þá um guðs son heyrði« (20. og 26. s.). Frá sjónarmiði listar og andagiftar eru t i 1 þ r i f skáldsins eða sprettir eftirtektaverðast — sprettir frá lægri stöð til hærri í meðferð textanna. Þar sést bezt listamaðurinn, sein aldrei fer þó hærra en svo, að hann svíður ekki vængina á fluginum, né lendir í ógöngum rímleysu, iburðar eða myrkurs. Er óþarfi og máske vill- andi, að lýsa með dæmum skáldskap H. P. og hin 1 ý r- i s k u tilþrif eru þess eðlis, að þau h r í f a, og þá er alt fengið. Deila má um hverjir sálmarnir séu beztir, og hverjir æðri eða óæðri, en ekki á sá samanburður við hér. Eg vil benda á hinn merkilega sálm: »Greinir Jesús um græna tréð«. Þar eins og í öðrum sálmum skýrir skáldið glögt og skýrt frá rétttrúnaði aldar sinnar, en í þessum sálmi sýnir hann í niðurlagi sálmsins einna bezt sína mildu og hjartnæmu andríkisgáfu, sem verpur guðlegum náðargeislum yfir hina hörðu trúfræði þá er hann kveður: »Visnað tré eg að vísu er«, og svo á enda sálmsins. Hvar er sá deyjandi maður, sem ekki fær hægra andlát, ef guðhræddur kennimaður syngur honum slík Ijóðaljóð? Að tína dæmi eftir dæmi tæmir ekki auðlegð sálma þess- ara. Minnist smámennin þess, sem hugsa sig færa um nú á dögum að syngja guði og hinum upprisna »nýjan söng«. Angurblíðastir þykja mér vera sálm. 1., 12., 21., 34. og 36., en enginn með jafn miklum heilagleikablæ eins og sá 44.: »Hrópaði Jesús hátt í stað«. Þar kemur guðstrú allra þjóða og allra tíma fram eins og himinblíð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.