Skírnir - 01.04.1914, Síða 90
202
Dómur Dr. Y. G. um „Hrannir11.
Dr. Y. G. byrjar með því að misskilja sjálft nafnið á bókinni.
Hann virðist ekki þekkja algengustu merkinguna í orðinu »hrann-
ir«, þ. e. öldur, og lætur það tákna »skýjahrannir«. — Um »Spán-
arvín« gerir hann þessa athugasemd: »Þá er dansmeyjarl/singin í
»Spánarvín« (bls. 18) heldur ekki slök (þó samlíkingin só jafnan
hin sama: h a f i ð)«. Það er eins og það sé galli, að líkingunni er
haldið til enda, og er Dr. V. G. þar á öðru máli en Snorri: »Þá
þykkja n/görvingar vel kveðnar, ef þat mál, er upp er tekit, haldi
of alla vísu-Iengd; en ef sverð er ormr kallaðr, en síðan fiskr eða
vöndr eða annan veg breytt, þat kalla menn nykrat, ok þykir þat
spilla«.
Einar Benediktsson kveður um Bvaninn:
Hans þögn er eins og hljóður hörpusláttur,
sem hugann dregur með sér fjær og fjær.
Hans flug er eins og hrynji ald/r háttur
af himins opnu bók manns sálu nær.
Um þetta segir Dr. V. G.:
»Manni verður að spyrja hvernig þ ö g n svansins geti verið
'lík h 1 j ó m i (hörpuslætti), og hvort þögn svansins sé að þessu
leyti frábrugðin annari þögn, eða hvort hverskouar þögn só lík
hörpuslætti. Þá virðist heldur ekki ljóst, hvað átt er við með
»himins opnu bók«. Só átt við himinhvolfið eða festinguna með
stjörnum og öðrum himintunglum, hvenær er þá sú bók »opin« og
hvenær »lokuð«. Með »a 1 d / r u m hætti«, er líklega átt við
»slóttubönd«, því í formálanum stendur, að þau muni vera »feg-
ursti og d/rasti háttur, sem nokkur tunga á«. En ætli þeir sóu ekki
fremur fáir sem hafa heyrt sléttubönd hrynja af »himins opnu bók«
(festingunni) — með einfaldari orðum: rigna niður úr sk/junum«.
Þessi orð s/na vel hvernig Dr. V. G. les kvæðin, og er það
sízt furða þó honum skjöplist skemtunin við lesturinn, er svo kyn-
legar hugsanir steðja að honum við hvert orð. En hver maður sem
ekki er ósöngvinn eins og Glámur mun hafa reynt það, að þögn í
fögrum söng tekur hugann öðru vísi en t. d. þögn eftir vagnaskrölt.
Hugurinn heldur áfram að starfa, minnist þess sem ómaði áður eða
rennir grun í hvað koma muni eftir þögnina. Skáldið á við, að
þegar svanurinn þagnar, þá er eins og hugurinn só fullur af hörpu-
slætti. Sá hörpusláttur er að vísu »hljóður« eins og aðrar hugsan-
ir vorar: hljóðritinn næði honum ekki. Skyldi nokkur hafa gerst
til þess að fetta fingur út í hin frægu orð Keats í »Ode to a
-Grecian urn«: