Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1914, Page 100

Skírnir - 01.04.1914, Page 100
212 Ritfregnir. Englandi. Bókin ber vott um mikinn lærdóm og er fróðleg að mörgu leiti, og sjerstaklega er gaman að sjá, hve leugi ættin held- ur saman fram eftir öldum hjá ímsum þjóðum, t. d. Dönum og Norðurþjóðverjum. Enn þátturinn um Island er, að því er mjer virðist, einn stór misskilningur frá upphafi til enda. Hingað til hefur það verið skoðun manna, að samúð og sam- ábirgð ættbálksins hafi verið mjög sterk hjá Forníslendingum, sterk- ari enn hjá flestum öðrum þjóðum, og hafa menn þar stuðst við Baugatal, hin fornu lög um niðgjöldin, enn niðgjöld eru það endurgjald, sem hver maður átti löglega heimting á að fá firir frænda sinn, ef hann var veginn, hjá jafn-nánum frændum vegand- ans, og náði rjetturinn til þessa endurgjalds og skildan að gjalda það til 5. 1 i ð a r í ættum hins vegna mans og vegandans. Bauga- tal er í Grágás beint framhald af Yi'gslóða og auðsjáanlega partur af honum eða viðauki við hann, og getur ekki leikið neinn efi á því, að Baugatal hefur verið skrásett með Vígslóða veturinn 1117 —1118 af laganefndinni, sem var skipuð á alþingi 1117 og sat á Breiðabólsstað í Vesturhópi, og að það var samþikt með Vígslóða í lögrjettu á alþingi sumarið eftir (1118), sbr. orð Ari fróða sjálfs í íslb 10. k.: »Þá var skrifaðr Vigslóði ok mart annat í 1 ö g u m ok sagt upp í lögréttu of sumarit eptir, eu þat líkaði öllum vel ok mælti því mangi í gegn«. Bæði efnið og hið ramm- forna orðfæri bendir til, að Baugatal sje eitt hið elsta í lögum vorum og líklega til vor komið nokkurn veginn óbreitt úr Úlfljóts- lögum, sem voru sett laust firir 930 (sbr. ritgjörðir mínar um skattbændatal og manntal í Safni t. s. ísl. IV, 371. bls., og um silfurverð og vaðmálsverð í Skírni 1910, 6. bls.). Þessu er og höf. samþikk, og færir góð og gild rök firir, að Baugatal síni elsta og frumlegasta mind af þeim lögum, sem í gildi vóru í Noregi um nið- gjöldin, enda er það eðlilegt, ef Baugatal stafar frá Úlfljótslögum, að þessi lagaþáttur sje að efni til samhljóða norskum lögum frá sama tíma, því að íslendingar vóru þá enn Norðmenn. Þar sem nú má telja víst, að efnið f Baugatali stafi að mestu frá Úlfljótslögum, og enn fremur, að Baugatal hafi verið skrifað upp veturinn 1117—1118 og samþikt á alþingi 1118, þá liggur nærri að álikta, að Baugatal hafi verið gildandi lög um niðgjöldin alt frá Úlfljótslögum (um 927) og til 1118 að minsta kosti. Enn hvað segir höf. ? Hún heldur, að Baugatal hafi verið orðið gjörsamlega úrelt firir löngu þegar það var skrásett og sam- þikt á alþingi 1118, og meira að segja: hún tekur svo djúpt í árinni, að hún telur það (á 37. bls.) j>alveg óhugsandi, að nokk- urn tíma hafi í reindinni verið farið eftir reglum Baugatals á ís- landi«! Jafnvel um það leiti sem Úlfljótr tók Baugatal í lög sín, telur hún Baugatal úrelt!! Og af hverju ræður nú höf. þetta? Aðallega af því að íslend- ingasögur þ e g j a svo að segja alveg um niðgjöldin. Af því álikt- ar hún, að engin niðgjöld hafi verið goldin, þegar sögurnar gerð- ust, eða á söguöldinni (frá 930 til c. 1030).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.