Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1914, Page 101

Skírnir - 01.04.1914, Page 101
Ritfregnir. 213 Hjer við er nú það að athuga, að þögn er n e i k v œ 11 sönn- unargagn og sannar í rauninni ekki neitt. Þó að sögurnar geti ekki niðgjalaa, getur vel verið, að þau hafi verið goldin firir því. Hjer má líka benda á fleiri enn eina eðlilega ástæðu firir þvx', að sögurnar þegja um þetta efui. Þegar maður var veginn þurfti first og fremst að höfða mál á móti vegandanum, og er það kallað v í g s ö k. Vígsakaraðili er first sonur hins vegna mans, frjálsborinn og arfgengur og eldri enn 16 vetra, þá, ef hann er elcki til, faðir, þar næst bræður samfeðra, þá bræður sammæðra o, s. frv. (sjá Grág. Kb. 94. kap., Sthb. 297. kap.). Konur gátu ekki farið með vígsök (Grág. Sthb. 1. c.). Víg- sökin miðaði að þessu þrennu: 1. að fá vegandann dæmdan sekan skógarmann, 2. að tá dæmdan »rjett« úr fje hans, 6 merkur, til handa erfingja(eða erfingjum)hins vegna,og 3. aðgera upptækt fjehans, þannig að hálft fjeð fjelli til erfingja hins vegna enn hálft til fjórðungs- manna þeirra er sektarfje skildu taka að lögum (sjá Grág. Sthb. 332. kap.). Oft var sætst á vígsakir og þurfti þá auðvitað veg- andinn að gjalda fje til síknu sjer auk »rjettarins« enn til sáttar- innar þurfti leifi lögrjettu. Þessar sakir gátu verið mjög fjevæn- legar, einkum ef vegandinn var auðugur. Alt það fje, sem hafðigt á vígsökinni, hvort sem sætst var á hana eða ekki, var kallað v í g- sakarbœtr eða vfgsbœtr og stundum að eins bœtr1), og fjell til erfingja hins vegna, hvort sem þeir vóru karlar eða konur,. og hver sem sök sótti.2). Þó er gerð sú undantekning frá þessu með »nýmæli«, að ef kona á að taka vígsbætur eða sá maður, sem ekki getur sjálfur sótt sakir sínar, þá skuli aðili vígsakar (sá sem með sök fer) eiga þriðjung fjárins, því að það hefur þótt ósanngjarnt að láta hann vinna firir gíg. Þegar vígsökin var til likta leidd annaðhvort með dómi eða sætt (»er vígsökin er sett eða sótt« Baugatal, Grág. Kb. 202. bls.), hófst niðgjaldasökin (eða sakirnar) eftir Baugatali. Þetta virðist og eðlilegt, því að first þurfti að sanna vígið á veganda, áður enn krafa varð gjörð á hendur ættingjum hans til niðgjalda. Þó virð- ist hafa mátt höfða niðgjaldasókina firri, ef dráttur varð á vígsök- inni (sbr. »eða hana, o: vígsökina, skyldi sœkja« Baugatal 1. c.). Á Baugatali er helst svo að sjá, sem hver einstakur frændi hins vegna hafi sótt sína niðgjaldasök á hendur jafnnánum frændum vegandans. Þessum uiðgjaldasökum má als ekki rugla saman við vígsökina. Þær eru höfðaðar gegn frændum veganda, enn ekki gegn veganda sjálfum eins og v/gsökin, og sakaraðilar eru eigi að eins nánustu erfingjar hins vegna mans, eins og í vígsökinni, heldur allir frændur hans náskildir og fjarskildir alt til fimmmenninga. Auðsjeð er, að vígsökin er aðalmálið, því að undir úrslitum hennar ‘) Þetta virðist rjettara enn það, sem V. Finsen heldur fram, að þessi orð sjeu höfð eingöngu um „rjettinn11. !) Grág. Kb. 95. kap.: Boetr allar um vigsakar eigu arftöku- menn o. s. frv. Skilningur höf. á þessum stað á 38. bls., að hjer sje átt við niðgjöldin, er að minni higgju mesta fjarstæða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.