Fjölnir - 01.01.1843, Qupperneq 2
Tómas prófastur Sæmunzson er borinn í þenna heím
á Kúhóli í Austur-Landeíum 1807. Foreldrar hans voru
þau Sæmundur bóndi Ogmunzson og Guðrún Jónsdóttir,
og eru þau bæði hjón þjóðkunn að höfðíngskap og hvurs-
konar framkvæmd og atgjervi, er príða má stjett þeírra.
Tómas ólst upp í föðurhúsum þángaðtil hann var 1 5 vetra;
á því tímabili hefir Sæmundur flutt sig að Eívindarholti
undir Eíafjöllum, og mun um alla þá stund lítið bafa orðið
af bóknámi Tómasar fremur enn livurs annars bóndasonar;
enn hinsvegar sá hann jafnan búnaðarháttu eínhvurs hins
bezta búmanns á landinu, þar sem faðir hans var, og má
af j)ví skilja hvursu j)að máttí verða, að hann síðarmeír
á ótrúlega stuttum tíma gat kjinnt sjer eíns ágjætlcga
búnaðarháttu og búskaparástand lanz vors, eíns og rit-
gjörðir haus eru sumar ljósastur vottur um. Enn er hann
var 15 vetra, kom faðir hans honum til kjennslu að Odda
til Steíngríms prófasts Jónssonar, sem nú er biskup.
jjrar var hann 3 vetur undir handleíöslu hins ágjætasta
manns og í svo niiklu ástfóstri, að sjera Tómas minntist
j)ess jafnan með j)akklátsemi, enda hefir honuni og auðnast
að halda óskjertri virðíngu hans allt til j)essa dags Enn
er berra Steíngrímur varð aö fara erlendis vetrarlángt að
taka biskupsvígslu í Danmörku, kom hann Tómasi í Bess-
astaða-skóla; var hann j)á svo lángt kominn í skólalærdómi,
að hann settist í efra bekk, og var útskrifaður aö jrriggja
ára fresti. J)egar í skóla mátti sjá vott jreírra skapsmuna
og hugarfars, er síðan leíddu Iiann til svo mikjilla fram-
kvæmda, að fá eöur eíngi eru dæmi til á landi voru um
svo stuttan aldur. Hann var j>á ákafamaður i gjeði,
kappsamur og framkvæmdarsamur, og stórvirkur og fljót-
virkur og ifirtaks ráðagóður hvað sem í skarst. Ekkjert
var honum leíðara enn leti og lígji og allskonar ránglæti,
og vildi hann af öllu abli brjóta j)að allt á bak aptur; fór
j)á stundum, eíns og opt fer um slíka menu , að hann
j)ótti vera nokkuð svo harðsnúinn og ráðríkur, enn allra