Fjölnir - 01.01.1843, Page 4
4
til Kaupmannahafnar á undan J)eím, er ætluðu aft sinja
honum fars. jicssa er fn í hjer gjetið, að í norðurferð
Jiessari sá hann í firsta sinn Sigríöi, dóttur jióröar
Björnssonar sislumanns í Garði, er síðar varð kona hans,
og svo vegna hins, að vera má j>etta atvik hafi orðið
tilefni til að hanu fór að íhuga verzlunarefni lanz vors
firr og grandgjæfilegar enn annars hefði orðið. jiegar hann
var kominn aptur til háskólans, fór hann að iðka guðfræði,
leísti af hendi embættispróf í guðfræðinni rúnuun tveím
árum seínna í janúarmánuði 1832, og fjekk j)á sem firri
lofsverðan vitnisburð að samhljóða atkvæðum prófsdómenda.
Seínna hluta þessa vetrar notaði hann til undirbúníngs
undir fcrð sína um hin merkustu lönd Norðurálfunnar.
Brauzt hann í jfietfa firirtækji meö hinni mestu atorku, og
hafði ímisleg vandræði viö aö stríða, áður því gjæti oröiö
framgjeíngt. Aðaltilgángur þessarar ferðar var að kjinna
sjer ástand og siðu hinna frægstu jtjóða og vísustu, hæði til
að fræðast sjálfur og til að gjeta borið það síðan allt
saman við ástand og siöu lslendínga — þeírra er ferðin
í raun rjettri var farin öll firir. jjþessa ferð sína hóf hann
um vorið 1832; stóð hún ifir í tvö ár; fór hann viöa um
lönd allt úr Danmörku og suöur í Míklagarö, og iröi hjer
of lángt frá því að seígja, enda hcfir hann og ritað ferða-
bók sína, er margjir munu æskja að sjá prentaða. Enn
nú verður hjer að gjeta þess , sem næst er, því fullirða
má það hafi verið undirrót þess missis, sem nú er harma-
efni vort. Svo bar við, að þegar Tómas átti vetrarsetu í
Parísarborg á Frakklandi, vetrinn 1833—1834, varð hann
ifirkominn af brjóstveíkji; kjennir hann það sjálfur breítíngu
á loptslagji og fjárskorti, sem olli því, að hann gat ekkji
veítt sjer hæfilega aðbúð. Um þessar mundir, þegar hann
lá dauðvona í fjarlægu Iandi, hugsaöi hann sarnt minna
um sjálfan sig enn ættjörðu sína. J)etfa votta Ijóslega
brjef þau, er hann þá ritaði til vina sinna til Kaupmanna-
hafuar. jjþegar vorið kom, hresstist hann svo, að hann gat