Fjölnir - 01.01.1843, Síða 5
aptur lcítað heím a leíð og kom til Daumerkur í maímánuði.
5á veítti konúngur honum fáni dögum síðar Breíðahólstað
í Fljótshlíð. Hann fór samsumars út til Islanz, og sá
aptur ættjörðu sína eptir 5 ára burtuveru. Um haustið
gjekk hann að ei'ga heítmeí sína, er áður er nemd, og sat
hann þann vetur á Garði í Aðalreíkjadal. A næstkomanda
vori tók hann prestvígslu af kjennara sínum og vini herra
Steíngrími biskupi og settist á Breíðabólstað. Var hann
þá um sama leíti kjörinn prófastur í Rángárþíngji. jþetta
var um voriö 1835. INú eru síðan liðin 0 ár. jþað er
stuttur tími og ómerkur í æíi margra manna, enn mikjið
hefir Tómas lifað og afrekað á þessum G árum. Ritgjörðir
hans eru margar og merkar, prentaðar og óprentaðar;
embættismeðferðin frábær og heímilislífið allt merkjilegt.
Enn að lísa því öllu þirfti að bíða rósamari stundar, þegar
saknaðarbeískjan deífist. Hjer er því að eíns sagt, að með
þessum manni er oss horíið hið fegursta dæmi framkvæmdar
og ættjarðarástar. Enn því scígji jeg horfið? t?að er til
og verður til um lángar aldir, og nú er það oss næst,
því eíngji veít hvað átt hefir firr enn misst er.
jþessar eru ritgjörðir sjera Tómasar, sem prentaðar
eru :
I. Island fra den intellectuelle Side betragtet. Kjöben-
havn 1832.
2. í Fjölni ár 1835: Formálinn og Úr bréfi frá lslandi.
3. — — 1836: Eptirmæli ársins 1835.
4. — — 1837: Framhald æfisögujji. Böðvarssonar,
líkræða eptir hann og Eptirmæli
ársins 1836.
5. — — 1838: Eptirmæli ársins 1837.
6. — — 1839: Um fólksfjölgunina á íslandi, Um
bókmentirnar íslenzku og Eptir-
mæli ársins 1838.