Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 9
9
Jeg hef einúngis sjeð bænarskrá þá, sem Páll
Melsteð ritaði og gekkst fyrir að send væri. Barden-
fleth stiftamtmaður sendi hana utan, en Bjarni Thor-
arensen hefur að sjálfsögðu sent utan bænarskrána
af Norðurlandi. Bardenfleth lagði til, að helstu em-
bættismenn landsins ættu fund með sjer í Reykjavík,
eins og Grímur Jónsson hafði lagt til áður, og mælti
vel fram með því við Kancellíið og styrkti hann
bænarskrá Islendínga á þann hátt. Ur þessu máli
skar konúngur svo 22. ágúst 1838, að 10 helstu em-
bættismenn landsins skyldu eiga fund í Reykjavík
1839 og síðan annaðhvort ár, undir stjórn og forsæti
stiftamtmanns. Skyldu þeir ræða þau mál, sem
stjórnarráðin legði fyrir þá eða nefndarmenn bæri
upp, en eigi máttu þeir taka til umræðu bænarskrár
utannefndarmanna, nema því að eins, að nefndarmaður
bæri þær upp í nafni sínu.
Pótt ýmsir miklir annmarkar væru á fyrirkomu-
lagi nefndarfunda þessara, var það samt stórum betra
en ekkert að fá þá, einkum af því að nefndarmenn
allir beiddust þess að prenta mætti skýrslu um að-
gjörðir þeirra; var með því ráðin bót á því að fund-
irnir voru haldnir innan luktra dyra. Sumarið 1839
íhugaði embættismannanefndin frumvarp tii laga um,
hvernig haga skyldi til um kosníngar á Islandi til
fulltrúaþíngs í Hróarskeldu, en hún gat eigi búið til