Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 87
87
Við hliðina á þessari aðalaðferð, sem nú hefur
verið greint frá, hafa útbreiðslumenn fundið upp á
öðrum fræðsluaðferðum, sem vert er að geta. A
strjálbyggðum stöðum er vanalegast aðeins auðið að
halda stutta fyrirlestrarflokka, en þá er reynt að halda
náminu við árið í kríng með lestrardeildum. Deild-
unum er sagt til, hvernig og hvað þær eigi að lesa.
Oft er heimalestrinum þannig fyrirkomið, að hann er
ætlaður til undirbúníngs fyrirlestrum þeim, er kenn-
arinn heldur síðar. Ef hann t. d. ætlar að fara yfir
rit Shakespears, þá eru deildirnar látnar lesa þau fyrir-
fram, og er það mikill ljettir til þess að hafa fljótar
gagn af fræðslunni. Háskólinn í Oxford hefur komið
þessu mjög vel fyrir. Kennarinn semur leiðarvísir og
leiðbeiníngu um, hvernig heimanáminu skuli varið
hvern ársfjórðúng. Svo getur hver meðlimur lestrar-
deildarinnar keypt svo sem 6 merki, en merkin gefa
honum rjett til að skrifast jafnoft á við kennarann og
senda honum spurníngar eða ritgjörðir, er hann æskir
leiðrjettíngar á. Pessari brjefafrœðslu er enn skríti-
legar fyrirkomið við Chikagoháskólann. Þar er hægt
að fá tilsögn í öllum greinum gegnum póstinn og
taka skrifleg próf með póstinum. Þannig lærir nú
smali einn í Arizonafylkinu arabisku í margra mílna
fjarlægð, og alþýðukennari einn á Hawaiieyjunum í
Kyrrahafinu er að læra sanskrít á sama hátt við
s