Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 110
110
Ekkert gat mjer hjálpað, ekkert veitt mjer yndi
og áfram leið tíminn og flýði í skyndi.
Heyrðu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.
Pernu minni seinast jeg sagði frá því:
»Finndu ráð við brunanum brjóstinu í,
Pestýlis! Sveininum mæra frá Myndos
alla mig gefur nú ástin svo hlý;
veittu’ honum fyrirsát, finna hann skaltu,
til fimleikaskálans hans Tímagets haltu,
til leika þar inni hann oftlega mun vitja
og oft er honum ljúft að hvílast þar og sitja«
Heyrðu nú Selena, drcttníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.
»Sjáirðu þá, að einn hann þar er,
bentu’ honum hægt og hljóðlega’ að þjer,
segðu’ honum, segðu’ honum Símaiþa vilji
finna’ hann í skyndi og fylgdu’ honum hjer!«
Pannig jeg mælti, en hún fór og mjer færði
hinn fagurleita Delfis, er hjarta mitt særði;
lágt heyrði jeg skóhljóð er ljettum á fæti
leið hann yfir þröskuldinn utan frá stræti.
Heyrðu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.