Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 66
66
sjd og sje finnur eingan mun á miöhljóöi þessara
oröa. Pað er því í öðru lagi aðeins samkvæmni að
rita j í öllum myndum sama orðs. Og í þriðja lagi
er það eingin nýjung að rita je í íslensku. fað var
farið að rita svo á 14. öld, og var almennt á 15. og
þar á eftir. Pað var reyndar ritað ie, því að i var
ritað alstaðar fyrir j (t. d. id, idta, hier osfrv.). I
handriti því, sem Gullþórissaga er rituð í, er t. d.
skrifað (sjá útgáfu Kálunds 1898) sier (oft), fiek(k)
(oft), hiedinn, ried- (oft), hierad, hielld-, liet, fiell,
fied, siet, liet (= Ijeti), liet (= tjet), hiet, triet,
sier (sagnorð), riett (sauðarjett), liekn; þar að auk
í orðum sem gicet-, kiær\ það er einginn vafi á því,
að öll þessi ze eru ekkert annað en ^e, sem vjer nú
berum svo fram. Og svo var ritað um allar aldir,
á 16., 17., 18. og 19. öld, nema af einstöku mönn-
um, sem stæltu elstu íslensku handritin og rituðu e
eða é. Sem kunnugt er, ritaði Rask é (e með bak-
falli) og það hafa margir gert eftir honum. En ein-
mitt »bakfallið« átti að sýna, að þetta e (é) var frá-
brugðið brodduðum stöfum (d, í osfrv.), einmitt af
því að það var samsett af tveim hljóðum greinileg-
um. Að rita je er því eingin nýjúng í íslensku.
það er 4—5 hundruð ára gamall ritháttur og ætti
því að hafa virðíngarverðan aldur, alveg eins og -ur
f. -r, sem er hjer um bil á sama reki.