Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 50
50
1800. Hvort sem heldur er lesmál eða skáldskapur,
var ritmálið yfir höfuð að tala stirt og óhreint. Til-
finníngin var ekki vöknuð þrátt fyrir þann tilraunar-
vísi, sem Eggert Olafsson fyrst og fremst hafði gert.
Par að auki var skoðun manna og þekkíng á málinu
þá ærið af skornum skamti. Eggert ritaði um rjett-
ritun Islendínga 1762. Pað er mart gott og rjett í
þeim ritlíngi, en líka mart, sem rángt er, og hann
'oindur sig oft við skinnbókamál og stöfun. Svo vill
hann t. d. láta rita au fyrir ö (0), i alstaðar fyrir /
(»hvad þo ad nu tídkiz af einum og audrum, þá er
þad bæde óvidkunnanlegt og stydz vid einge dæme«).
En þetta er mest um rjettritun en ekki málið sjálft,
orða- eða setníngaskipun. Pað sjest á þeim bókum,
sem þá voru prentaðar, og væri ærið mart til að
tína, ef vildi. Málið var bjagað og dönskuskotið á
marga vegu og ljótt aflestrar öllum þeim, sem skyn
bera á gott mál og hreint.
Líkt var um skáldskapinn. Hann var bestur í tæki-
t'ærisvísum og hraðkveðnum smáljóðum alþýðumanna.
En hjá stórskáldunum mátti oft margs kenna, er miður var.
Tökum t. d. Jón Porláksson. Onnur eins vísa og þessi:
Kjóllinn mænir kosta-rýr,
kæra þýðast hempu vill,
honum bakinu hún að snýr
heldur stygg og viðmótsill