Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 20
20
ritaði Gísli Brynjúlfsson greinar um stjórnarmálefni
Islands i »Föðurlandið« og 1873 í Berlínga tíðindi.
Greinar þessar eru endurskoðaðar og gefnar út í
bókarformi 1889. Fær eru fróðlegar, enda var Gísli
einhver hinn lærðasti maður í sögu Islendínga, þá er
Jón Sigurðsson er frá talinn. Sumt er líka mjög vel
sagt í greinum þessum, en sumt er þar, sem betur
væri ósagt. I greinunum í Berlinga tíðindum ljet
Gísli þá tillögu i ljós, að stjórnarskipunarmáli Islend-
ínga yrði ráðið til lykta með því, að Íslendíngar fengju
»sjerstakan ráðgjafa, er bæri ábyrgð fyrir alþíngi og
ríkisþínginu í sameiníngu« og skyldi hann sitja í ríkis-
ráðinu. Petta mun hafa verið í fyrsta sinn að nokkur
Islendíngur kæmi fratn með sjálfstæða tillögu, sem
gengi í Hafnarstjórnarstefnuna, síðan Jón Sigurðsson
hafði ritað stefnuskrá heimastjórnarmanna 1849.
Stjórninni dönsku var nú orðið ljóst, að hún þurfti alls
eigi að gánga svo hart fram gegn frelsi Islands, eins og
gert var á þjóðfundinum (1851), til þess að binda
sjermál landsins undir æðstu yfirráð sín. Hún
hafði 1871 valdboðið lög um stöðu Islands í ríkinu
og það var því í raun og veru alveg nóg, að einn
ráðgjafi í ríkisráðinu, sem væri launaður af
dönsku fje og bæri ábyrgð fyrir ríkisþínginu
og — einúngis á pappirnum — fyrir alþingi, rjeði
málefnum Islands. Tillaga Gísla var því eins og