Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 68
68
með ástundun og æfíngu. Vitur maður og gamall
hefur sagt mjer, að best sje að lesa kostgæfilega
fornsögur vorar, t. d. Heimskrínglu Snorra, og þetta
er samkvæmt reynslu minni. Gott sveitamál er líka
rjett að stæla, og lætur sumum það ekki illa, en
stundum vill það þó verða nokkuð flekkótt.
I riti sumra ýngri manna má oft finna óvand-
virkni í orðaröð, einkum að því leyti, að atviksorð
eru sett — að ástæðulausu — of framarlega í setn-
íngunni, og iyrir framan sagnorðið, t. d. »og vildi
eigi aftur giftast« í staðinn fyrir »giftast aftur«; »að
hann jafnvel var sakaður« f. »var jafnvel«; »að hann
eigi gerði« f. »gerði eigi« osfrv.
Eins ætti að forðast sem mest tvinnun setnínga,
hvorrar innan í aðra, sömuleiðis ofmikið af »sem«-
setníngum, og í þess stað gera setníngarnar hlið-
stæðar hvora annari. það hefur verið eðli íslensk-
unnar frá upphafi.
Eað er einginn vafi á því, að flestir, sem hafa
vit á, reyna að skrifa svo hreint mál, sem þeir geta.
En hitt er eins víst, að það þarf að brýna það fyrir
hinum ýngri mönnum, að það má ekki sletta hönd-
unum að því að rita. þekkíng á sögu málsins, at-
hugun á því, hvernig forfeður vorir skrifuðu, vand-
virkni og ströng æfíng — alt þetta er alveg nauð-
synlegt fyrir hvern, er rita vill rjett og vel. Vjer