Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 41
41
»Lögberg« var fyrst innflutníngsblað fyrir Manitóba-
stjórn (1888—1899), en nú er það innflutníngsblað
fyrir Kanada-stjórn. Styrkur sá, sem blaðið fær, er
um 2,000—3,000 dollara (um 7,400—11,100 kr.) um
árið (»Dannebrog« 26. nóv. 1900).
Um »innflutníngsmál kirkjufjelagsins« er dálítil
grein í »Tjaldbúðinni« VI. bls. 3—13 Hjer skal að-
eins minnst á atvinnu aðal»agentanna«.
1. Forseti kirkjufjelagsins var sendur heim til
Islands 1889. Pá fjekk hann aðeins 200 dollara (um
740 kr.) styrk fyrir »í kyrþey að vinna að útflutníngi
frá Islandi«. Arið 1899 var hann aftur sendur heim
ásamt varaforseta kirkjufjelagsins. Styrkurinn var
þess vegna dálítið ríflegri en áður. Báðir þessir for
setar kirkjufjelagsins eru auðvitað hluthafar og aðal-
leiðtogar í fjelagi því, sem gefur út innflutníngsblaðið
»Lögberg«. Blaðið er og málgagn kirkjufjelagsins.
2. A árunum 1893—97 sendi Manitóba-stjórn
heim til Islands marga »agenta«, stundum einn í einu
og stundum tvo saman. Laun þessara »agenta«, hvers
fyrir sig, voru nálega 200 dollarar (um 740 kr.) um
mánuðinn, »að ferðakostnaði meðtöldum«. Allir þessir
»agentar« hafa auðvitað verið eða eru hluthafar í »Lög-
bergs«fjelaginu. Peir hafa og allir verið embættismenn
í kirkjufjelaginu og kirkjuþíngsmenn. Bað var tillaga
innflutníngsnefndarinnar (»Tjaldbúðin« VI. bls. 10), að