Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 75
75
var skýrskotað til bóka þessara í hinum prentaða
leiðarvísi, en bókasafnið fylgdi kennaranum úr einum
stað í annan. Pegar til bókanna kom, urðu nemend-
urnir nú fyrst hissa á öllum þeim hugmyndum, að-
ferðum og verkfærum, er vísindin höfðu beitt til að
skýra eðli hlutanna, en samfara því þróaðist í brjóst-
um þeirra einlæg aðdáun fyrir þessum heimi vísind-
anna og lotníngarfull tilhugsun til heimkynna hans:
háskólanna. Pað mætti þó vera gaman, hugsaði al-
þýðumaðurinn, að dvelja þó ekki væri nema skamma
stund innan þessara laufklæddu múra, í lestrarskál-
unum, á tilraunastöðvunum og á söfnunum og sjá
alla þá dýrð, sem þar er. Og ensku háskólarnir,
sem áður voru svo hjartanlega afturhaldssamir og
aðeins höfðu leyft tíginna og rikra manna börnum
aðgöngu, urðu nú svo úngir og alþýðlegir í lund, að
þeir sögðu: leyfið smælíngjunum til mín að koma!
þeir tóku upp amerískan sið, nefnilega sumarskólana.
1885 tók Cambridge að bjóða efnilegustu alþýðu-
mönnunum til sin í sumarleyfinu, og Oxford tók upp
á sama siðnum 1888, en í stærri mæli. I ágústmán-
uði er nú árlega á báðum þessum stöðum haldið svo
að segja andlegt samsæti. Pá eru haldnir fyrirlestra-
flokkar í hinum ýmsu greinum vísindanna og sæg
hugmynda sáldað út meðal áheyrandanna, er nema
þúsundum.