Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 54
54
legt dæmi þessa skal sýnt. Allir Astofnar, bæði karl-
kyns ('gestr) og kvennkyns (dst, gotn. ansts), enduðu
að upphafi á r. Menn sögðu dstr (kvk.) osfrv. En
mjög snemma hvarf -r í þessum orðum, svo að segja
öllum (urðr, brúðr, nauðr, unnr og véttr [vættrj
eru leifar af þeim), en, viti menn, nú fóru orð, sem í
nefnifalli enduðu á -i, að taka upp á því að hýsa
þetta -r og hnýta því aftan í sig. Pað gerðu kvenn-
kynsorð sem veiði-, heiði-; nú hljóðuðu þau í nefnif.
veiðr, heibr osfrv. í mörg hundruð ár, þángað til
Islendíngar seint á öldum köstuðu -r burtu aftur og
fengu hina upphaflegu nefnifallsmynd (veíbi osfrv.),
nema í nöfnum sem Ragnheiðr, gerðr, Sigríðr,
œðr og nokkurum öðrum, þar sem þetta lánaða end-
íngar-r (-ur) helst enn; ^-stofnarnir eru svo að segja
allir horfnir úr málinu eða rjettara sagt, horfnir inn í
z'-stofnsflokkinn.
fetta er ágætt dæmi til að sýna, hve reikið getur
verið mikið á orðmyndunum. Pað sýnir líka, hvað hæpið
er að spyrja, hvort sú og sú orðmynd sje rj ett, og hve
erfitt er að svara þeirri spurníngu. það er líka undir
því komið, hverja merkíngu menn leggja í orðið »rjett«;
flestir munu skilja orðið svo, sem það sje »rjett
eftir uppruna«, en dæmið, sem jeg tók og er ekki
nema eitt af ótali, sýnir, að það er ótækt að leggja