Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 79
79
2., þá kom New-York og hjer var háskóla-
útbreiðslan þegar gjörð að deild við háskólann sjálfan,
en fje veitt úr ríkissjóði til stofnunarinnar. Hjer hefur
og bókasafnstilhögunin tekið á sig einkennilega mynd.
Auk hinna ókeypis opinberu bókasafna hefur ráða-
neytið búið til fram yfir 100 umferðasöfn og er talan
aukin æ og sí. Söfn þessi, er hafa inni að halda
50—100 bindi hinna bestu rita á hverju ákveðnu
vísindasviði, eru leigð út gegn vægri borgun heil
missiri hvert á land sem vill, þar sem útbreiðslu-
deildir á annað borð eru, og á sama hátt má fá ýms
áhöld og kennslutæki leigð.
3., Siðust í lestinni, en ekki lægst í loftinu, er
Chicago. Hinn nýstofnaði háskóli þar er hinn al-
þýðlegasti í heimi og tilgángur hans er sá, »að bjóða
öllum ástundunarsömum mönnum, jafnt körlum sem
konum, öll þau not, er hafa má af háskólanum«,
livort heldur er á staðnum eða í fjarlægð. Hjer var
útbreiðslunni komið fyrir sem sjerstökum hluta há-
skólans í fimm deildum: 1., deild til fyrirlestra með
venjulegri útbreiðsluaðferð, 2., deild til brjeflegrar
kennslu með póstinum, 3., deild til viðræðu með
kvöld- og laugardagaspurníngum, 4., deild bókasafns-
ins, er velur og sendir umferðasöfnin á stað, og 5.,
kennaradeild.