Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 23
23
á, að það framkvæmdarvald sje fengið í landinu sjálfu
að því er sjermál landsins snertir, sem Islendíngar
vildu fá og full þörf er á, ef þeir kunna með að
fara. Sama er að segja um dómsvaldið, sem eigi
hefur enn breytst við það, að landið fjekk stjórnar-
skrá. Æðsta dómsvald í íslenskum málum er eigi
hjá dómendum,' er búa í landinu sjálfu, heldur hjá
hæstarjetti.
IV.
I fyrsta skifti, er Jón Sigurðsson kom á fund
Kristjáns konúngs hins níunda eftir að Island
hafði fengið stjórnarskrá, er sagt að konúngur hafi
spurt hann, hvort Islendíngar væru nú eigi ánægðir
með stjórnarskrána, og hafi þá Jón Sigurðsson svar-
að, að á meðan aðalósk Islendínga í stjórnarskipunar-
málinu væri eigi uppfyllt, mætti Hans Hátign eigi vænta
að Islendíngar yrðu ánægðir með stjórnarskrána. ?að
var aðalósk Islendínga að yfirstjórn íslenskra sjer-
mála væri skipuð í landinu sjálfu, en þessi ósk
er enn eigi uppfyllt, þótt mikið hafi á unnist. Pað
er því harla eðlilegt, að Islendíngar hafi reynt að fá
þær endurbætur á stjórnarskrá sinni, sem enn eru nauð-
synlegar, til þess að þetta komist í lag, og aðalsjermála-
stjórnin verði eigi í Kaupmannahöfn, einkum af því að
þeir voru líka óbeinlínis knúðir til þess af stjórninni