Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 59
59
einsog órir að orir (Jón Thóroddsen) og kvdnbœn
■—kónbæn—konbæn.
Sú regla er gefin, aö ekki megi rita Egli (af
Egill), heldur Agli (forna þágufallsmyndin). En hvers
vegna? Jeg vil ekki reyna að svara þessari spurn-
íngu. Jeg get það ekki. Pað var regla í fornmál-
inu, að í þess konar orðum (Egill, lykill, ketill)
hljóðverptist raddstafurinn í nefnifalli. þolfalli og eignar-
falli eintölu, en frumhljóðurinn stóð í samandregnu
föllunum (þáguf. eint. og allri fleirtölu, liikli, luklar
osfrv.). Ekkert var nú eðlilegra en það, að annar-
hvor raddstafurinn yrði ofan á og bældi hinn undir
sig. Frá alda öðli hefur það verið svo, að þar sem
tveir raddstafir hafa átt að vera í sama oiðinu í ýms-
um föllum þess, þar hefur annar rutt hinum burt (t.
d. ætti að segja ætt í nefnif., en í eignarf. dttar, en
nú er sagt ætt- í öllum föllum). Svo varð og með
lykill\ y varð svo ráðríkt, að það flæmdi u alstaðar
í burtu og tók undir sig völd þess og óðal. Pví
segjum vjer nú allir lykill, lykli, lyklar osfrv. Al-
veg sama er með Egill, Egli. Ur því að allir
undantekníngarlaust segja Egli, er þessi mynd orðin
málrjett (eins og lykli, sem eingum dettur í hug að
vilja breyta í lukli). En nú má segja: vjer segjum
þó katli. Petta er rjett, en það sýnir ekki annað en
að orð verða ekki samferða, og eru mörg dæmi þess