Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 27
27
það einnig skýrt og rjett fram, að slík breytíng yrði
eðlilega til þess að minnka sjálfsforræði Islands eða
draga það innlenda vald, sem Island þegar hefði
fengið, aftur út úr landinu. Var þetta því drengi-
legar sagt, þar sem ráðgjafinn sjálfur var á móti
stjórnfrelsisdeilu Islendínga og vildi helst, að þeir
byndi enda á allt það mál einmitt með því að játast
undir yfirráð ríkisráðsins og einn ráðgjafa þess að
því er sjermál landsins snertir.
Dr. Valtý Guðmundssyni þótti hins vegar svo
mikið varið í það, að Islendíngur gæti orðið ráðgjafi
og komist í ríkisráðið, — það var eins og hann
íhugaði eigi, að Islendíngar hafa jafnrjetti við Dani
til embætta, — að hann settist niður á fæðíngardag
konúngs 18961), skrifaði lángt brjef til alþíngismannna,
er hann ljet prenta og kallaði launúngarmál, og
sendi þíngmönnum nema Benedikt Sveinssyni. Brjef
þetta var síðan birt í blöðunum, og segir dr. V. G.
þar: »Pað væri sannarlega mikið unnið við að fá
kunnugan innborinn mann í ráðherrasessinn«, og að
það hefði »sáralitla eða einga »praktiska« þýðíngu,
hvort ráðgjafinn situr í ríkisráðinu eða ekki«! og
margt var eftir þessu. Vildi hann í laumi fá meiri
*) i'að var líka til minníngar um fæðíngardag konúngs, að
prófessor J. E. Larsen gaf út rit sitt 1855 um stöðu Islands í ríkinu.