Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 28
28
hluta þíngmanna í lið með sjer og láta skipa nýjan
ráðgjafa fyrir þíng 1897 eins og segir í brjefinu;
átti þannig að afgera stjórnarskipunarmálið algjörlega
á bak við þjóðina og að henni fornspurðri.
Flestir þíngmenn tóku þessu þúnglega eins og
von var. En einn þíngmaður, sem kom til Kaupmanna-
hafnar árið eftir, fór þá í aprílmánuði á fund ráðgjafa
Islands til þess að styðja áform dr. V. Guðmunds-
sonar. í’etta brask kom þó fyrir ekki, því ráðgjaf-
anum þótti slík aðferð óhæfileg eða ólögleg, og hann
vildi eigi brjóta lög á Islendíngum. Er þetta áþreifan-
legt dæmi upp á það, að meira traust er að lög-
hlýðni eða samviskusemi, þá er í raun rekur, en að
þjóðerninu einu.
A alþíngi 1897 bar dr. V. G. fram breytíngar-
tillögur við stjórnarskrána, sem miðuðu að þessu, og
hann hefur kennt við sjálfan sig, líklega af því að hann
hefur þýtt þær á íslensku. Aðaltillagan af þeim var
alveg hin sama og aðaltillaga Gísla Brynjúlfssonar,
sem fyr er nefnd. Island skyldi fá sjerstakan ráð-
gjafa, er sæti í ríkisráðinu, eins og stjórnin hefur
ávallt óskað, en meginþorri Islendínga aldrei viljað.
A ráðgjafi þessi að bera ábyrgð á stjórnarathöfninni
fyrir alþíngi og ríkisþínginu í sameiníngu; þó er eigi
sagt frá þessu hreint og beint eins og það á að
vera og Gísli heitinn gerði. Eingar reglur fylgdu