Ný félagsrit - 01.01.1844, Síða 18
15> €M FELAGSKAP OG S'MTÖK.
• t ^
Margir finna til þess á Islandi, og hafa lengi lundiS,
a?> samheldi vantabi nieSal landsmanna, og vegnaíi þeim
fvrir því í mörgum greinum verr enn ella mundi. Menn
hafa kennt þetta ymsu, og má ab vísu finria því staö
sem til hefir veriö fundiö. þar hefir verib talin strjál-
bygö landsins, svo óhægt væri aö ná saman til funda;
þar er og tilhæfi til, en ekki er þaö stórum óhægra nú enn
í fornöld, og ef ekkert stæöi annaö í vegi mundi menn
fljótt finna ráö til aö bæta úr því, t. a. m. meö því ab
halda víöa fundi, og senda einskonar fulltrúa til annarra
funda, til aí> halda samharidi viö þá; menn mundi og
skjótt íinna, ab sæta mætti kirkjufundum , hreppskilum,
þíngfundum og kaupstaöafundum til ab ræba saman
ýmisleg almenn málefni, ef menn væri fúsir til þess á
annaö borö. Menn hafa og talaö um sjálfsþótta lands-
manna og fastheldni hvers viö þab sem honum lízt;
þetta er og salt, og er aö ætlan minni góbur kostur ef
vel er meö farib , en því er miöur ab þóttinn og fast-
heldnin hafa ekki ávallt komib þar fram sem þeirra heföi
helzt veriö þörf, og þab er í samheldni móti þeim sem
hafa kúgab og vilja kúga landsmenn til ábata ser ei
þeim til tjóns. Hverr sem af alhuga vill framför og
velgengni landsins getur enganveginn óskab, ab landsmenn
hlypi þegar k augabragbi eptir hverju því sein stúngib
væri uppá ab þeir skyldi gjöra , því þab er þeirra, sem
vilja hafa nokkuö fram, ab færa rök til ab þab sé nyt-
samt og vel gjöranda, en hins ætti menn ab geta vænt,
aö allir skynsamir menn vildi kynna sér málavöxtu í
hverju því efni sem miklu varöar, og leggjast á eitt ab
framkvæma þab sem þeir eru sannfærbir um ab rétt sé
og á þessu ríöur því frarnar sem þjóbin er fámennari
og kraptarnir minni. Eg leiði þessvegna ckki samheldis-