Ný félagsrit - 01.01.1844, Síða 85
liM LÆItJfASKirim A ISLANJH.
85
auðséí) hvílíkan ábata Iandib hefbi á þvi, ef holdsveikinni
yrði stökkt, jafnvel þótt meiri kostnað þyrfti til þess enn
eg heti uppá stúngið. þegar nú þaraSauki ec litib til
þess, hversu viðbjóðslegur og kvalafullur sjúkdómur
holdsveikin er, þá er það eigi meira enn mannleg
skylda^ að hverr vildi gjðra sitt til a& fá henni útrýmf,
og mundi líklegt þykja ab menn væri ekki svo saman-
saumaðir, að séí) yrbi eptir hverjum skildírigi sem til
þess kynni ab þurfa.
þess er fyrrum getið, hversu dauflega þeir nefndar-
menn tóku undir það, að sjúkrahúsi yr&i koinið upp í
Reykjavík, einsog Bardenfleth hafbi stúngið uppá, og
urðu fáir til að styðja mál þetta nema land- eg bæjar-
fógeti Gunrilaugsen, má af slíku sjá, hversu daufar
og óljósar hugmyndir velflestir nefndarmanna hafa haft
um það, hvers landið þarfnast mest í þessu efni, og
furöa er það, að svo fáir skyldi gjörast til að stybja
uppástúngu Bardenfleths. það er öllum kunnugt, aí) á
/
Islandi er enginn spítali, er svo megi kalla, og mun þab
nú það eina land í allri Norðurálfu heims, er svo sé fá-
tækt, en ab það þurfi spítala við, einsog öll önnur lönd
í heimi, um það mun enginn skynsamur maður efast.
þó Reykjavík sé ekki fjölbygbur bær enn sem komib er,
þá er hún samt fjölmennastur bær á öllu landinu, þar er
og hin mesta kaupstefna bæbi fyrir innlenda og útlenda,
og ílestar hinar stærstu og Ijölbygbustu veibistöbur á
landinu í grend vib hana; hvergi væri því meiri þörf á
/
spitala fyrir Island enn einmitt í Reykjavík, og mætti
spítali sá, er þá yrbi settur, verba miklum hluta landsins
ab hinu mesta libi, því auk þess ab þángab gæti komizt
allir sjúklíngar sem eru í sjálfri Reykjavík og í grend
vib hana, þá gæti spítalinn veitt sjúklíngum móttöku