Ný félagsrit - 01.01.1844, Síða 93
ITM T.ÆKNASKIPUN A ISLANPT.
93
heilbrigðisráí) í Reykjavík, og gæti það orðib íslandi að
hinu mesta liði, þo' hvorki væri þab svo mannraart eða
svo hálært sem hið mikla heilbrigðisráð Dana; þætti
mer nægjanlegt ef hið íslenzka heilbrigðisráð yrði stofnab
á þann hátt, að í því væri: Landlæknirinn, læknirinn við
skólann, einn náttúrufræðíngur og lifsölumaðurinn íReykja-
vi'k; mætti þá síðar, þegar syslulæknar væri komnir
á, bæta við einum syslulækni úr næstu sýslu, Hið ís-
lenzka heilbrigðisráð ætti að sjá um öll þau mál, er við-
koma læknasetn/ngu og Iæknastjórn á landinu; það ætti
og að skcra úr öllum vandamálum er læknum koma við,
hvort sem það væri heldur lögspurníngar, er læknar eiga
úr að skera (medicina forensis), eða sóttvarnarráð, eða
annað þvíumlíkt. þá ætti það og að prófa hina nýju
lækna, sem lært hefði við skólann, einsog áður er sagt,
sjá um ljósmæðra kennslu, svo að Ijósmæðrum yrði komið
á í hverri sveit; gjöra ráðstöfun fyrir, hvernig með
skyldi fara þegar sóttnæmir landkvillar gánga, veita öll
sýslulækna-embætti á líkan hátt og stiptsyfirvöldin nú
veita prestaköll á landinu, eða að minnsta kosti benda
á þá er veita skyldi.
Nú sem stendur eru allar líkur til þess, að hið
danska heilbrigðisráð mundi verða fegið að þurfa ekki að
skipfa sér af læknasetníngu og læknastjórn á Islandi,
því það mun, sem vonlegt er, finna hversu bágt því
veitir að fá skilið hin íslenzku málefni til hlýtar, og
hversu örðugt er fyrir meðliini þess að vera að leggja
höfuð sín í bleyti um þá hluti er Islandi við koma, þar
sem þeir hafa svo mikið að hugsa um læknaskipun í
Danmörku, sem þykir einnig þurfa umbóta vib / ymsum
greinum. Mér þykir þv/ ekki ólíklegt, að hið danska
heilbrigðisráð vildi gjarnan æskja, aö Islaiul gæti séð um