Ný félagsrit - 01.01.1844, Síða 131
AI.1T UM RlTGjÍmDIR,
431
makt, prísa, stansa, o, s. frv.; er þa& því meiri skaSi,
aS höf. hefir ekki gjört sér nóg far um ab vanda orðfærið,
sem allstabar er auðséð aí> hann hefir haft lifandi tilfinn-
íng fyrir efninu, og er gagntekinn af háleitri lotníngu.
fyrir speki þeirri, er Iýsir sér í alheimsbyggíngunni, eru
og hugleiðíngar hans víða djúpsærar, og lýsa nákvæmri
undiugsun; náttúruskoðun hans er fróðleg og skemtileg
almenníngi, og cinkar vel til þess fallin að vekja og
glæða ti-Ifmníngu og virðíngu hjá alþýðu fyrir öllu fögru
og hátignarlegu í náttúrunni.
8. M.
2. Registr yfir Islands stiftisbókasafn.
yideyar klaustri. Prentad á kostnad stiftis-
bókasafnsins 1842. 8.
AHir mentaðir menn og hókavinir finna það að vísu,
/
eins á Islandi og annarstaðar, hversu ómetanlegt gagn
er að bókasöfnum. Enginn einstakur maður hefir efni
á að útvega sér allar þær bækur sem hann þarf með, ef
hann er vísindamaður, og þo' fáeinir gæti það, þá er samt
auðsætt, liversu miklu nytsamara er og jafnvel sparnabar-
meira, að hafa bókasafn, sem margir geta haft not af.
Engin þjóð er nú til í veröldinni, sem siðub vill heita,
ab hún leggi ekki stund á að eiga góð bókasöfn, og enar bezt
mentuðu þjóðir verja ærna peníngum úr almennum sjóbi
til að auka og prýba söfn þessi sem mest, og kaupa til
þeirra þaft sem ekki fæst meft öðru móti. Eigi bóka-
söfnin ab vera mörgum til gagns, bæði fjær og nær, þá
9*