Ný félagsrit - 01.01.1844, Blaðsíða 151
H.ESTARIíTTAnDOM AU.
15i
réttvísinnar í þessu máli sýkn aíi vera. A11-
an löglegan kostnað þessarar málso'knar,
ogþarámeöal málsfærsiulaun þau, ersækend-
um málsins og svaramanni viö biskupsrétt
og prófastsrétt eru ákveðin, ber ab lúka af
almennum sjóSi”.
•Hæstiréttur hefir þannig álitiö, að málsóknin hafi
veri?) meb öllu ástæðulaus (tenrerair), og engin rök né
sannanir væri komnar fram um það, að hinn ákærði
væri sekur í yfirsjónum þeim er á hann voru bornar, og
snertu embættisfærslu hans.
þegar einhverr er dæmdur sýkn saka, meb þeim
ummælum, að „hann sé sýkn af grundvallarlausum
ákærum réttvísinnar”, þá er hann dæmdur svo sýkn sem
mest má verða.
2. Mál höfðað gegn Jóni Olafssyni fyrir húsbrot
°g þjófnað, það var sannað með ymsum kríngum-
stæðum, er fram komu undir málssókninni, og játað af
enum ákærða sjálfum, að hann hafði farið inn í lokuð
bæjarhús á Strjúgstöðura í Húnavatns-sýslu, aðfaranótt
ens llta September mán, 1825, meö þeim hætti, að
hann reif fyrst í burtu þilju nokkra, er að utanverðu hélt
við því er hlaðið var ámilli dyrastafs og veggjar , og
þvínæst einnig það er hlaðið var upp í gættina, en hún var
naumast kvartil á vídd; gjörði hann það til þess að geta
náð nieð hendinni járnlokunni frá dyrunum. En er
þetta heppnaðist ekki, og honum ekki heldur tókst að
ná frá dyrastafnum, er hann þó þykist hafa reynt til,
þrýsti hann á dyrnar með svo miklu afli, at önnur járn-
lokan datt niður, en hin keingbognaði, svo að hurðin
hrökk upp. Að því búnu gekk hann inn í svefnher-
bergið, þareö engar lokaðar dyr voru milli þess og útidyra,