Ný félagsrit - 01.01.1844, Blaðsíða 177
Boár sbréf
um niinnisvarða eptir sera Tómas Sæniundsson.
I>aí) er hvers góös manns aíial og einkenni, að vera
þakklátnr vib þá, sem gjört hafa vel til hans eba aö
minnsta kosti viljaö honum vel. Svo er þaö og ekki
síöur fagurt og viöurkvœmilegt, aö félög manna láti
þakkir í té við þá sem til þess hafa unnið. þó eru
aldrei fegri þakkir goldnar, enn þegar heil þjóð, hvort
sem hún er stór eöa smá, færir af heilum hug þekkar
þakklætisfórnir yfir moldum framliöins manns.
A Islandi munu trautt fínnast dæmi til, aö neinn
maöur hafi viljað betur fósturlandi sínu, enn séra Tómas
Sæmundsson. Frá því hann var barnúngur að aldri,
og þar til er hann leið úr lífi í blóma aldurs síns, var
hugur hans sil'eldlega á kjörum og ástandi ættjarðar
sinnar, og þegar hann var fullkominn að aldri og þroska,
varöi hann til fé og fjörvi, aö vinna þaö, sem þarfast
er landi og lýöum; en þaö er, aö koma oss í skilning
um, hversu þjóö vor sé á vegi stödd í raun og veru, og
hversu mjög henni sé abótavant — því hverr getur bætt
úr þeim hlutum, er hann hyggur ekki þurfa umbótar
viö? Ymsir af vinum séra Tómasar, bæöi hér og á
Islandi, hafa því haft í huga og rætt um sín á milli,
bæöi munnlega og bréflega, hversu þaö væri tilhlyöilegt
og æskilegt í alla staði, aö honum yröi reist eitthvert
minningarmark af sameiginlegum kostnaöi allra vina hans
og ættjaröar sinnar.
Viö þetta stóö, þegar vér uröum þess visir, aö ekkjan
var í undirbúningi með aö fá legstein yfir hann. En
þareö menn sáu, aö þetta mundi svipta burt tækifær-
13