Ný félagsrit - 01.01.1859, Side 36
36 IM STJORINARDEILL1 ISLENDINGA VID DANI.
bjuggust og undir sýslufundi, og á Sufcrlandi vóru haldnir
stöku fundir. En nú var og ákvefeife a& halda alsherjar-
fund á þíngvöllum, og boba menn þangab af öllu landi.
þessi fundr var og haldinn 28—29. Júni.1) þangab kómu
180 manns úr nærfellt öllum kjördæmum landsins; til
forseta var kosinn próf. Pótr Pétrsson, hinn alkunni
kirkjusagnaritari Islands, og nú var þegar farib ab ræba
um málefni Islands; var byrjab á ab lesa upp bænarskrár
þær, er koniib höfbu til fundarins og síban vóru þær ræddar
til undirbúníngs. Nú var ályktab, meb því ab alþíngi ætti
ab búa undir til þjóöfundar þess er haldinn skyldi næsta ár,
en ætti sjálft ekki ab ræba um stjórnarskipunarmáliÖ,
aÖ senda enga bænarskrá um þab mál til þíngs. Ennfremr
var ályktab aÖ setja nefnd til ab semja álit'um, hvort
falliö væri, ab bibja um aÖ reikníngar væri framlagbir
um fjárhag landsins; en fjölda af bænarskrám er bárust
til fundarins frá þórsnessfundi og Kollabúbafundi, sumar
úr einstökum sýslum ebr frá einstökum mönnum, var
minni gaumr geíinn. Hvortveggi nefndin saindi álit, og í
hvorutveggja máli var ályktab ab senda bænarskrár til hins
komanda alþíngis. AÖalatriÖi hinna eptiræsktu kosníng-
arlaga til þjóöfundarins vóru og skírt tekin fram i bænar-
skránni-): þíngmenn skyldi vera 48, og af þeim 42 þjóö-
kjörnir; kjördæmi hin sömu og fyrr, en svo, ab hvert
kjördæmi skyldi senda 1—3 þíngmenn eptir fólkstölu.
kosníngar skyldu einfaldar, en bæbi kosníngarréttr og
kjörgengi ab mestu óbundin. Vér sleppum hér ymsum
atribum, um abferb kosnínganna, er minna kvab ab hjá
þessum sem nú vóru greind, enda var þab eigi svo mjög
*) Frá þíngvallafundinum er sagt í pjóbólfl 1849 bls. 74—76.
*) Bænarskráin er prentub í TiÖ. frá alþ. 1849 bls. 119—22.