Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Side 9

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Side 9
9 öll þau náðarmeðöl, sem Guð gefur oss til að styrkja það með, og ebla vora helgun og sáluhjálp. jþetta má nu ekki misskilja svo, að vér ætlumst til, að predikanin fáist við djiipsærar og örðigar rarmsóknir og röksemdaleiðslur; miklu fremur á predikanin að vera löguð eptir greindarkrapti og menntunar ástandi almenníngs, og er það ofur Iiægt; því lærdómar kristinnar trúar hafa í sér fólgna óþrjótandi auðlegð handa öllum mönnum, handa barninu og hinum fá- fróða, handa spekíngnum og hinum margfróöa, rétt einsog þegar sólin bæði stráir geislum sínum á efstu fjallabrúnir og hellir þeim um leið niður í djúpa dali. 5ó er þekkíngin ekki einhlýt. til að kveikja trúna og viðhalda henni; það er ekki nóg að vita, liverju aðrir trúa, nema menn trúi sjálfir. A7ér verðum að faðma og aöhyllast sannleikann með hreinu og einlægu hjartaþeli, og biðja Drottinn að auka og styrkja trú vora. Og verðum vér livergi hæfari til þessa enn i kyrkjunni, því hvergi á guðsorð hægra enn í kyrk- junni með að hafa áhryf á tilíinníngar vorar og vilja vorn. II. Kyrkjan er betur löguö enn heimahús til að glæða fjörogabl kristilegrar trúar. Jað sýna sögur fornar, og nýar, að öllum gtiðsbörnunt lrefur þótt vænt um guðshús, sem og er hverjum manni eðlilegt. Mér þykir vænt unl kyrkjuna mína; eg eigna mér liana; ekki fyrirþað þó eg sé prestur og eigi að flytja þar guðsorö, heldur af því eg er kristinn, og mig lángar til að ,vera sannkristinn; mér þykir vænt umhana, afþví hún er guðslms, og eg veit hún er til þess ætluö, að Guð sé þar tilbeðinn í anda og sannleika. Kyrkjan er viðhafnarlaus liið innra; enn þó er kostað kapps' um, að hún sé þokkaleg, hrein

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.