Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Qupperneq 30

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Qupperneq 30
ar, og leiðbeinir honum í rannsókn sinni og ályktun- um, eins á liann líka að vekja tilfinníngarnar lijá Jivi, og koma þeim til að fallast á f>að sem það hefur numið; því einsog það er annað að þylja, en — annað að skilja, einsog máltækið segir, svo er það og sitt hvað, að skilníngurinn geti áttað sig í því, er ijienn liafa nurnið, og að hugurinn fallist á það, og gjöri það að eign sinni; en—þetta verður þó að vera, eigi maðurinn að gjöra það, sem liann hefur numið, sér að lífernisreglu, og eigi það að fá algjörlegt vald 'yfir huga lians og tilfinningum. En — vera má, að einhverjum þyki þetta á flugu- fæti byggt, þegar eg ætlast til og gjöri ráð fyrir, að spurningar fáfróðrar alþýðu muni koma þessu til leiðar hjá börnunum, er spurníngar prestanna naum- ast megna nema einstökusinnum þegar betst geng- ur; en — í stað þess að draga úr því, sem sagt er, ætla eg aö halda því áfram og segja: að þó faðir- inn eða móðirin kunni að vera fáfróðari enn prest- urinn, þá geti þó spurníngar þeirra verið eins vel lagaðar trl að vekja og hræra hjartað, einsog prests- ins. Hafi foreldrið, Iwort heldur það er faðirinn eða móðirin, þessa tvo eiginlegleika til að bera: sæmi- lega greind og þekkíngu, og guðrækið hjartalag, þá geta spurníngar einkis fræðara verið betur, og valla eins vel lagaðar og þeirra, til að vinna á geð barnsins, til að vekja tilfinníngar, og bræra hjartað, og laga það til að veita guðsorði viðtöku. jþetta hefi eg sjálfur séð, og fræddist þá líka um hitt, hvernig þetta leiðir eðlilega af sambandi foreldris- ins og barnsins. Einginn annar fræðari þekkir eins vel og foreldrið alla eiginlegleika og tilfinníngar barnsins, og eingum öðrum er að jafnaði svo kunn- ugt hvert atvik í æfi barnsins einsog því; allteins þekkir barnið eingan eins vel og foreldrið; orð-

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.