Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Page 45

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Page 45
45 Hngl eiðíngum annaðhvort er úthýst, eða vísað til sætis ntarlega á hinum óæðra bekk, en ýmislegar rímnadruslur liafðar í hávegum; þess er heldur ekki von, þegar trúin glæðist ekki af lestri heilagrar Ritníngar eða annara góðra bóka. Trauðlega get eg búist hér við nokkurri talsverðri námfýsi að svo stöddu; hennar er helzt að vænta hjá únglíngum, yrðu þeir svo vel uppfræddir, að þeir fengjji ást á bókmenntum, þvi varla er til þess ætlandi, að við- höfn og kurteysi hjá liinum eldri mönnum breytist í bókfýsi eða sanna menntun;á meðan hugskotið og hjartað breyta ekki spilltum háttum, mun hverr hafa lieimasiðina, þó ritin komi út, hvert á fætur öðru, og hvert öðru betra; menn eru furðu kænir i að dylja eigingyrni sína; en sé að því fundið við ein- hvem, þá blygðast hann sin ekki fyrir það, því hann veit, að margir eru með sama marki brenndir, og sé hann áþekkur þeim jafníngjum sínum, sem betstir eru, mun hann láta sér það lynda. Jiú lieldur, að bókmenntir og námfýsi almenn- íngs sé að fara í vöxt; Guð gæfi, að svo væri; og ekkert mundi gleðja mig eins í elli minni og ef eg gæti sannfærst um þetta; því, þó þið segið, úngu mennirnir, að við gömlu fauskarnir hugsum ekki uin neitt sem almenníngs heillum viðvíkur, þá lield eg þetta sé ekki allskostar satt; en þó það líti svo út, að við séum afskiptalitlir af lamlsins gagni og nauðsynjum, þá kemur þetta til af þeirri deyfð, sem ellinni fylgir, og af því við, sem um svo lánga æfi höfum séð, hve litlu verður ágengt í þeim efnum, erum orðnir svo trúarveikir um, að verulegra fram- fara sé að vænta, fyrr enn, ef til vill, einhverntima, þegar framlíða stundir, og við erum komnir undir græna torfu. er nú, ef til vill, líka af þessari ellideyfð minni, að eg er liræddur um, að ársritið

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.