Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 50

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 50
50 nýar og fagrar byggíngar, í anda lieilagrar Ritníng ar, og betur enn hinar gðmlu samlagaðar skynsem- inni og samþýddar eðli mannlegs anda. Jað er því ekki von til, að nokkur þjóð uni nú við þær sálmabækur, sem komu á gáng um seinustu aldamótin; þær voru ekki annað enn lik- saungur liðinnar aldar, og geta- því ekki verið lof- saungar yfirstandanda eða ókomins tíma. Jað munu líkaílestar þjóðir, nema vér, hafa fengið nýar messu- saungsbækur siðan. Nokkur ár eru siðan Svíar fengu sína ágætu sálmaliók fyrir tilstilli erkibyskups Wallíns, sem með því ávann sér mikinn lofstýr, og Danir eru nú í óða kappi að safna í nýa messu- saungsbók; að vér ekki nefnum fleiri þjóðir. iþó því verði nú ekki neitað, að í messusaungsbók þeirri, sem súngið er á í vorum kyrkjum, muni vera margir góðir sálmar, margir snotrir og allvel orktir, má þó óhætt fullyrða, að hún kom í Ijós á ólientugum tíma, að hún hefur aldrei fallið almenn- íngi vel í geð, og að hún, fyrir margra hluta sakir og eptir svo lángt tímabil, getur nú síður enn ekki gegnt ákvörðun sinni, né verið vel til fallin, að vera messusaungsbók. |því, auk þess sem hún, einsog vonlegt er, ber menjar trúardeyfðar þeirrar, er all- staðar ríkti uin aldamótin, og hefur allvíða skort á sönnum yðrunaranda, innilegum auðmýktar tilfinn- ingum og kristilegri andagypt, þá er bókin mikils- til of stutt; gömlu sálmunum í henni <;r víðast livar illa og óheppilega breytt; fáir sálmar éru frumkveðnir,

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.