Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Qupperneq 5

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Qupperneq 5
LANDSTJOKN. 5 Á tjárhag'Smálnm íslands hefur engin bót nje breyt- ing verið gjörð næstliðið ár. Þess var getið í fyrra árs frjett- um, að alþingi rannsakaði fjárbagsáætlun íslands og bað kon- ung um að leiðrjetta ýmisleg atriði í henni, og enn fremur að skipa nefnd manna til að rannsaka öll reikningaviðskipti Dana og ísiendinga að fornu og nýju, og leggja reikningana síðan fyrir alþingi. Tiliögur alþingis hafa eigi verið teknar til greina, og var fj ár h ags áæ 11 u ni n, eða áætlunin um tekjur og útgjöld íslands á fjárhagsárinu frá 1. apríl 1872 til 31. marz 1873, gefln út af lögstjórnarráðherranum, en staðfest af konungi 26. febrúar 1872, að mestu óbreytt frá því síðast; áætlun þessi var send tii amtmanna og sýslumanna, en svo var fyrir mælt um leið, að eigi skyldi birta hana á þingum svo sem fyr hefur verið gjört. í áætluninni er tckjum og útgjöldum jafnað þannig nið- ur, að upphæð hvors um sig verður 99312 rd. 21 sk., en það er 6480 rd. meira en næsta fjárhagsár á undan (1871 — 72). Helzti tekjuaukinn er gjald af brennivíni, sem talið er að nemi 5000 rd. Til útgjalda í þarflr þeirra mála, er liggja undir lög- stjórnina, eru taldir 33846 rd., í þarflr þeirra mála, er liggja undir kirkju- og kennslustjórnina, 28267 rd. 72 sk., til eplir- launa llOOOrd., og til ýmislegra óvissra útgjalda 6000 rd.; þar með eru taldir 2000 rd. til þess að framkvæma tilskipunina um póstmál á íslandi. Þeir 20198 rd. 45 sk., sem þá eru afgangs af tekjunum, eru lagðir í viðlagasjóð. Næslliðið ár seldi lögstjórnin brennisteinsnám- urnarftingeyjarsýslu á leigu enskum manni, er Al- fred Loch heitir, móti tillögum alþingis 1869, er fastlega hafði ráðið frá að selja námurnar á leigu að sinni; þingið hafði og lagt það til til vara, að ef svo færi, að námurnar yrðu seldar, þá skyldi eigi leigja þær um lengri tíma en 10 ár, gegn 100 punda leigu bið fyrsta ár, 200 punda annað og þriðja ár, 300 punda fjórða og flmmta ár og 400 punda hin 5 árin, og gegn 5000 punda veði; en stjórnin leigði þær þar á mót um 50 ár gegn 50 punda eptirgjaldi hiðfyrstaár, sem skyldi hækka um 10 pund árlega þar til er komið væri 100 punda eptirgjald, er skyldi standa um 44 ár; að veði krafðist stjórnin að eins 5000 rík- isdala. Að því er snertir opinber gjöld íslendinga næstliðið

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.