Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Qupperneq 20

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Qupperneq 20
20 ATVINNDVEGIR. liefur enn lítt verið rannsökuð; þó hafa menn komizt að því, að þar eru regluleg steinkol, en vita eigi enn, hvort þar er mikið af þeim eða lítið; náman er nokkuð langt frá sjó, svo að tvísynt þykir, að það muni að svo komnu borga sig að vinna hana, nema kolin sjeu því meiri P o s t u 1 í n sj ö r ð hefur næstliðið ár fundizt í hver einum á Reykjanesi í Gullbringusýslu og þar í grennd; hefur hún verið send til Englands og reynzt vel til postulínsgjörðar, en eigi hefur enn verið rannsakað, hve mikil hún er eða hvort það mun vel borga sig að vinna hana. Verzlim á íslandi hefur mjög farið fram næstliðið ár, og eru íslendingar nú almennt farnir að sjá, að hverjum notum verzlunarfrelsið má verða. Hin innlendu verzlunarfjelög, er reka sjálf verzlun sína, hafa mjög eflzt og þróazl, og hafa margir bœndur bundizt samtökum um, annaðhvort að ganga beinlínis í þau og taka þátt í kostnaði og ágóða, eða þá að verzla eingöngu við þau að svo miklu leyti sem unnt væri, og ef þau gætu flutt nógar vörubirgðir. G r á n u f j e 1 a g i ð hefur næstliðið ár fengið talsverðan vöxt og viðgang, og verzlun þess gengið greiðlega. Fjelagar höfðu 2 skip í förum, er þeir fengu alfermd í Kaupmannahöfn með erlenda vöru, og sendu aptur þangað hlaðin af íslenzkri vöru. Bæði fjelagsmenn sjálfir og viðskiplamenn þeirra voru vel ánœgðir með kaupin. Fjelagið bœtti mjög verðlag á vörum hjá kaupmönnum, en gaf þó fje- lagsmönnum betri kaup í flestu tilliti en þeir eptir sem áður. Fjelagið efldist mjög að nýjum fjelagshlutum, einkum frá Múla- sýslungum, er gengu í fjelagið með 10000 rd. Fjelagið sendi skip sitt, Gránu, um sumarið tii að verzla á Raufarhöfn. Þórs- höfn og Sevðisflrði. og gekk sú verzlun mjög vel. Um haustið átti fjelagið cptir vöruleifar, og byrjaði því fasta verzlun í húsum sínum á Oddeyri. Fielagsverzlunin við H ú n a- Xj^óa^ sem svo er kölluð, var hætt stödd um tíma næstliðið ár og lá við að fjelagið sundraðist, sökum óánœgju við kaupstjóra þess, en það lagaðist aptur. Fjelagið fjekk vörur sínar með gufuskipi því, er hið íslenzka verzlunarsamlag i Björgvin gjörði út til íslandsferða næstliðið sumar, og var sumt af þeim lagt upp á Borðeyri, en sumt á Grafarós; gufuskip þetta fór margar ferðir og flutti vörur til fjelagsins og frá fjelaginu með hverri ferð. Verzlunin gekk allgreiðlega um sumarið, en aptur brást

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.