Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Side 13

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Side 13
ATVINNBVEGIIÍ. 13 landi næstliðinn vetur, en þeir urðu með þeim atburðum, er nú skal greina: 16. dag aprílmánaðar fundu menn allvíða smákippi norðanlands, en gáfu lítinn gaum að því, með því að smákippir eru þar eigi ótíðir. Að kveldi hins 17. fundust þeir aptur, og þá Bokkru meiri; voru kippirnir mestir í Húsavík og í hjeruðun- nm þar í grennd. Klukkan 11 um kveldið varð þar svo snarpur kippur, að fólki þótti eigi ugglaust að vera f húsum inni, ef annar kœmi jafnsnarpur, enda varð þess eigi langt að biða; kom þá hver kippurinn á eptir öðrum, og svo títt, að eigi voru nema 4 -8 mínútur á milli þeirra; gekk á þessu alla nóttina; klukkan 4 að morgni hins 18. kom einn kippurinn, og svo harður, að húsin ljeku öll á skjálfl, og allt, sem laust var innanhúss, gekk úr sínum skorðum. Smábœirnir og kotin kringum kaupstaðinn skekktust þá svo mikið, að fólk flýði úr þeim, annaðhvort til timbur- húsanna eða út á bersvæði. Eptir þennan skjálfta kom enginn stórkostlegur um hríð, en þó voru sífellt smákippir við og við fram að dagmálum. Klukkan 10 um daginn laust aptur á svo hörð- um jarðskjálfta, að við lá, að hvert hús mundi hrynja; fjellu þá allir torfbœir í kaupstaðnum og þar í kring, nema að eins tveir, sem löskuðust mjög; timburhúsin skekktust mjög á grundvelli sínum, viðir brotnuðu, reykháfar hrundu, þökin rifnuðu og flest- ir munir innanhúss, sem brotnað gátu, fóru í marga parta; skemmdust þá margar vörur kaupmanna; flest húsin höfðu skemmzt svo mjög, að þau urðu lítt byggileg, og sum með öllu óbyggileg. Undir eins og kippur þessi kom, flýði allt fólk út úr búsunum, og þyrptist saman á bersvæði; mœðurnar komu með börnin á bakinu hálfnakin, og sumir mjög fáklæddir, því að hjer var um að gjöra að forða lífi sínu. Meðan fólkið var að flykkjast saman, kom hver kippurinn öðrum harðari, og það svo ótt og títt, að eigi gátu nema styrkustu menn staðið á ber- svæði. Fólkið tók þá sem óðast að Ðýja bœinn, þar sem jarð- skjálflinn var mestur, og fóru sumir út á Tjörnnes, en sumir inn i Reykjahverfi. Jarðskjálftarnir stóðu þann dag allan, og næstu daga, en snarpasti kippurinn var sá, er kom klukkan 11 fyrir miðjan dag hinn 18.; var það þá, að flest húsin hrundu, og allir hlutir gengu úr skorðum. Jörðin gekk þá öli í öldum, og sprakk víða; mesta sprungan var l1/* alin á breidd; hún lá ofan frá Húsavíkurfjalli, og niður svo nefndan Laugardal, fyrir

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.