Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 26

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 26
26 ATVINNUVEGIR. staklegt lofsorð feDgu þó engir íslendingar fyrir iðnað sinn, nema Helgi Magnússon, óðalsbóndi í Birtingaholti, fyrir ágæta tólgarverkun, Kristinn bóndi Magnússon í Engey fyrir ágætaæ ðardúns ve rk un, og frú Guðrún Stephen- s e n og frðken þórunn Stephensen í Reykjavík fyrir fallega og vel gjörða íslenzka kvennbúninga. M e n n t u n. Merkur maður hefur sagt það um íslendinga í tilíiti til menntunar þeirra, að þeir hefðu ríkan þjóðaranda, en ekki tíð- aranda ; þetta á mjög vel við og lýtur til þess, að menntun þeirra er í eðli sínu þjóðleg og styðst á gömlum merg, en fylgir eigi að því skapi tímanum og verður eigi fyrir jafnmiklum áhrifum af hinni nýrri heimsmenntun sem menntun margra annara þjóða. Eptir því sem samgöngurnar hafa smámsaman greiðzt og frjáls viðskipti við erlendar þjóðir farið í vöxt, eptir því hafa áhrif þessi eigi að síður orðið meiri og optast til bóta. Enn sem komið er miðar menntun íslendinga þó svo hœgt áfram, að lítils gætir á einu ári, og þó að framfarirnar sjeu jafnan nokkr- ar, er það fátt í þeim efnum, er sje í frásögur fœrandi. Að því er snertir bókvísi íslendinga, þá má geta þess, að einar 2 prentsmiðjur eru á öllu landinu, og er lítið prenlað í báðum; þar á mót eru jafnan nokkrar íslenzkar bœk- ur árlega prentaðar í Kaupmannahöfn. Næstliðið ár var gjörð tilraun til að stofna nýja prentsmiðju í viðbót við hinar 2, en sú tilraun fórst fyrir. tví var þannig háttað, að fyrverandi yfir- dómari Benedikt Sveinsson ætlaði að setja prentsmiðju á heimili sínu að Elliðavatni; safnaði hann talsverðum samskotum lil henn- ar, einkum í Árnessýslu. Þegar allt var fengið, er þurfti til prentsmiðjunnar, fórBenedikt sjálfur utan og setti á meðan fyr- ir hana ritstjóra Jón Ólafsson ; Jón tók þegar að prenta og sendi út frá prentsmiðjunni blað eitt, er hann kallaði «Smávegis», en

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.