Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 12

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 12
12 ATVINNUVEGIB. á austurlandi og suðurlandi, og sömuleiðis í betra lagi á vest- urlandi og meginhluta norðurlands; að vísu hafði verið nokkuð stormasamt, en frost og fannkoma að öllu samtöldu mjög lítil. í einum hluta landsins hafði veturinn verið bæði harður og lang- ur, og einhver hinn lakasti, er nú hefur komið í mörg ár, en það var í Suður-Þingeyjarsýslu, eða hjeruðunum milli Vaðlaheiðar að vestan og Reykjaheiðar að austan. Frá veturnóttum og fram að nýári hafði þar verið allhart, og að jafnaði harðara en í öðr- um sveitum. Eptir nýár harðnaði þar enn meir, og upp frá því máttu þar heita sífelld harðindi og megn snjóþyngsli allt fram að fardögum. Harðast var hríðaráfellið í lok maímánaðar; kynngdi þá niður feikimiklum snjó, og fennti fje víða og lömb króknuðu; á Höfðaströnd voru fannalögin svo mikil, að prestur gekk á skíð- um á útkirkju sína 2. júní. En nú var og veturinn á förum. Frá fardögum (6. júní) og til höfuðdags (29. ág.) voru sífelldir hitar og blíðviðri um allt land, og kom varla deigur dropi úr lopti allan þann tíma. Hitinn var mestur í miðjum júlímánuði; i Reykjavík varð hann 18 stig í skugga, en 24 stig á Akur- eyri. í*egar leið á sumarið, tók hitinn nokkuð að þverra, en þó mátti heita veðurblíða fram í miðjan septembermánuð. ís- hroða hafði orðið vart seinast í ágústmánuði fyrir utan Horn- strandir og Skagaströnd, eu hann hvarf bráðum aptur. Seinast í ágúst og fyrst i september rigndi dag og dag, en þó svo lítið, að þurrviðri mátti kalla um allt land fram í miðjan mánuðinn. Eptir miðjan septembermánuð brá veðuráttu norðanlands og austan ; komu þá köld norðanveður nyrðra með frosti og fann- komu, en eystra gjörði austanátt með rigningum og umhleyping- um. Sunnanlands og vestan brá fyrst veðuráttu snemma í okt- óbermánuði, og kynngdi þá niður miklum snjó í sumum sveitum. Um þær mundir barðnaði enn meir norðanlands og austan. l’ó Ijetti hretviðrunum bráðum af aptur víðsvegar um land, og gjörði góða tíð þar til seinast i októbermánuði; þá komu aptur hörk- ur og hretviðri, er stóðu yfir þangað til í miðjum nóvember. Eptir miðjan nóvembermánuð brá aptur lil bata, og var tíðarfar hvervetna allgott upp frá því fram að ársiokum. Undir árslokin var aptur farið að harðna; síðari hlutann af desember var storma- samt víða, en veður þurrt og kalt og hreint. Hjer virðist einnig megageta jarðskjálftanna á norður-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.