Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 11
ATVINNUVEGIK. 11 Atvinnuvegir. Um leið og minnzt er á atvinnuvegina, skal hjer einnig getið v eð u rá 11 ufar s i n s. Veðuráttufar á íslandi næstliðið ár var eitt hið bezta, er verið hefur á þessari öld; raunar voru vetrarhörkur miklar og langar í einstökum hjeruðum, en í flest- um sveitum mundu menn varla að öllu samtöldu jafngóða tíð. Framan af vetrinum 1871—72 var veðurátta allgóð sunnanlands og vestau, en mjög breytileg norðanlands og austan, og svo var allt til ársloka. Eptir nýár tók veður að verða nokkuð óstilltara sunnanlands og vestanlands, en þó einkum á vesturlandi. jþó var snjófall þar rajög lítið, og sömuleiðis á norðurlandi allt aust- ur að Yxnadalsheiði. Milli Yxnadalsheiðar að vestan og Reykja- heiðar að austan var aptur allmikil fannkoma í janúarmán- uði, einkum þegará leið mánuðinn; en er lengra kom austur, varð fannkoman minni, bæði í Norður-Í’ingeyjarsýslu og svo uni allt austurland. Snjóflóð hlupu fram um þær mundir á nokkr- um stöðum nyrðra, og ollu nokkru fjártjóni,einkum i Suður-Í’ing- eyjarsýslu. Frostlítið var víðsvegar ura land framan af janúar- mánuði, en seint í mánuðinum kom kuldakast, er náði um allt land; í Reykjavik varð frostið mest 12 stig (eptir Réaumurs mæli), en 20 stig á Akureyri. Bráðum hlýnaðiaptur og gjörði nú stillt veður og frostlítil viðast*um land þar til seint í marzmánuði; þá kom aunað kuldakast, er náði yfir allt land, en varð minnst á austurlandi; fylgdi því fannkoma og stormar; þá rak ís undir land nyrðra,fyrst fyrir Uornströndura, en síðan austur með öllu landi og austur fyrir Langanes; þó varð hanu hvergi landfastur að mun. í miðjum aprilmánuði hörfaði ísinn aptur nokkuð frá, og brá þá veðuráttu aptur mjög til batnaðar. Síðari hluta apríl- mánaðar og meginið af maimánuði var allgóð tið, einkum á suð- urlandi og austurlandi; nyrðra og vestra var veðurátta nokkuð óstilltari, og var einkum stormasamt á vesturlandL Síðast í maí gjörði síðasta kastið, og var það allhart, en eigi langt; 29.—30. maí var stórhríð náiega yflr allt land. Fyrstu dagana af júní- mánuði var einnig kalt og stormar miklir, en upp frá því gjörði hvervetna algjörðan bata. Allt þangað til hafði hafíshroði öðru hverju sjezt fyrir norðurlandi, eu nú hvarf hann ur landsýn að íullu og öllu. t*cgar á allt er litið, hafði veturinn verið ágætur

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.