Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 30

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 30
30 MF.NNTDN. í bamaskólanum í Reykjavík voru næstliðinn vetur yfir 90 börn. Hinn fyrirhugaði barnaskóli á Hvaleyri við Hafnarfjörð, er Þórarinn prófastur Böðvarsson í Görðum á Álpta- nesi hefur ætlað að stofna og gefið lil jörðina Hvaleyri, hefurenn eigi komizt á sökum fjeleysis. Alþýðuskólinn á Borðeyri hefur heldur eigi orðið notaður sökum fjeleysis. Fyrirlestr- ar þeir fyrir alþýðu manna, er haldnir voru í Reykjavík vet- urinn 1871—72, hafa nú eigi orðið haldnir aptur sökum hús- næðisleysis. Við latínuskólann í Reykjavík varð sú breytinng næst- liðið ár, að rektor skólans, Jens Sigurðsson, dó í öndverðum nóvembermánuði, en yfirkennari Jón þorkelsson var skipaður í hans stað. Enn fremur var og kandídat Steingrímur Thorstein- son settur fastur kennari í stað Jónasar Guðmundssonar, er sótti burtu frá skólanum. í byrjun skólaársins 1871—72 voru lærisveinar 65 að tölu; einn þeirra dó, 8 útskrifuðust, og 4 fóru úr skóla á annan hátt; aptur komu 13 í skólann á því tímabili, svo að við árslok 1872 voru lærisveinar 65 að tölu. Af þeim, sem útskrifuðust, fjekk að eins einn fyrstu einkunn, en hinir aðra einkunn. Læknaskólakennslu í Reykjavík nutu 5 stúdentar veturinnl871—72; af þeim tóku 3 embættispróf næstliðið sumar, og fengu þeir allir aðra einkunn; einn bœttist aptur við um haust- ið, svo að um árslok voru þar 3 stúdentar að nema læknisfrœði. Prestaskólinn í Reykjavík hefur næstliðið ár fengið meiri aðsókn, en nokkurn tíma áður, og hafa aldrei jafnmargir stúdentar gengið á hann. I byrjun skólaársins 1871—72 voru á honum 15 stúdentar; af þeim dó einn um velurinn, en 6 útskrifuðust um sumarið. 9 bœttust við um haustið, og einn um miðjan vetur, svo að í árslok voru þar 18 stúdentar. Við embættisprófið fengu 3 af stúdentum fyrstu einkunn, en 3 aðra einkunn. 7 stúdentar tóku um vorið próf í heimspeki við prestaskólann, og fengu 4 þeirra fyrstu einkunn, en 3 aðra einkunn; einn þeirra var stúdent í læknisfrœði. Við háskólann í Iíaupmannahöfn stunduðu nokkrir ís- lenzkir stúdentar heimspeki, guðfrœði, lögfrœði, læknisfrœði og málfrœði næstliðið ár. Próf í heimspeki tóku 2, en embættis- próf i læknifrœði 1.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.