Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 17

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 17
ATVINNUVKGIR. 17 og sögðu þess eigi þörf, þar eð vel mætti takastað læknahann; náðist ekkert samkomulag og stóð allt enn við hið sama. Af öðrum fjársóttum má einkum nefna bráðasóttina; veturinn 1871—72 var hún víða allskœð, en þó einkum í Eyjafirði; vet- urinn 1872—73 var hún í vægasta lagi hjer um bil um allt land. Auk þessara sótta á sauðfjenaði gekk einnig ormasýki og lungnabólga í fje nyrðra, einkum í Hrútafirði. í sveit- um þeim, er harðindin gengu, voru margskonar óþrif í sauð- fje, og voru þau helzt kennd fóðurskorti eða illu fóðri. Að því er snertir n a u t f j á r r ce k t, má geta þess, að mál- nyta úr kúm var í minna lagi veturinn 1871—72, einkum á norðurlandi, þar eð töður reyndust mjög Ijettar, er á leið vet- urinn; veturinn 1872—73 var hún aptur hvervetna í betra lagi, þar eð töður höfðu hvergi hrakizt, en náðst grcenar og ó- skemmdar. Um hestarcekt er ekkert að segja; á hrossa- verzlunina verður minnzt síðar. Æðarvarp gekk hvervetna íbetra lagi næstliðið ár; þess má geta hjer, að ýmsir hafa gjört tilraunir til að búa til varp- hólma og koma upp hjá sjer æðarvarpi, og hefur það tekizt furðanlega vel; enn fremur hafa margir bcelt og aukið æðarvarp sitt að miklum mun. "Veiðislcapur íslendinga brást að miklu leyti næstliðið ár, einkum sjávaraflinn; eigi að síður hefur þó sjómennsku talsvert farið fram, og skipastóll verið aukinn og bcettur. tiljuskipum hefur fjölgað aðmun; hefur flestum þeirra verið haldið til hákarlaveiða, en nokkrum til þorskveiða. Sjó- mannaskólinn á norðurlandi var einnig haldinn næstliðinn vetur. Auk þess hafa nokkrir einstakir menn kennt ungum mönnum sjómannafrœði. Fiskiaflinn var næstliðið ár í minna lagi í öllum veiðistöðvum. Sunnanlands hafði aflazt lítið framan af vetr- inum 1871. Eptir árslok tók þar víða að fiskast, einkum ( hin- um innri veiðistöðvum í Faxaflóa; snemma í febrúarmánuði jókst aflinn mjög, og var nú um hrið góður afli hvcrvetna í flóanum, og svo og í Höfnum og Grindavík, en minni í veiðistöðvunum austanfjalls. þegar kom fram í marzmánuð, tók afiinn aplur að rjena, en mátti þó heita allgóður til mánaðarloka; eptir það tók hjer um bil fyrir allan afla hvervetna í Faxaflóa, og var þar 2

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.