Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 18

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 18
18 ATVINNUVEGIR. fiskilaust allt lil vertíðarloka. Um þær mundir er hætti að fisk- ast í Faxaflóa, tók að fiskast austanfjalls, og fiskaðist allvel á Eyrarbakka nokkra hríð. Þegar á allt er litið, var verlíðaraflinn hvervetna fremur lítill, og enn minni en undanfarin ár, því að bæði var hlutatala minni, og fiskurinn eigi eins vænn; hvergi brást aflinn eins gjörsamlega og í Vestmannaeyjum, og voru þar að eins 60 hæst í hlut eptir vetrarvertíðina; þar á mót voru 600 hæst til hlutar á Eyrarbakka. Vorvertíðin gekk einnig í lakara lagi sunnanlands; þó aflaðist nokkuð á Seltjarnarnesi um nokkurn tíma í júnímánuði. í ágústmánuði aflaðist um hríð í hinum syðri veiðistöðvum í Faxaflóa, en þó varð sumaraflinn að öllu samtöldu mjög lítill sunnanlands. Á haustvertíðinni var einnig Ktill afli hvervelna syðra, einkum framan af; þegar á leið vertíðina, fiskaðist þó talsvert í sumum veiðistöðvum í Faxa- flóa. Undir Jökli aflaðist mjög lílið framan af vetrarvertíðinni, en nokkuð þegar á leið. Um vorið og sumarið aflaðist þar frem- ur litið, en afbragðsvel um tima um haustið. Við ísafjarð» ardjúp aflaðist fremur lítið allar verttðir. í Hrútafirði og Miðfirði fiskaðist allvel fyrri hluta sumars, og nokkuð aplur um haustið. Við Eyjafjörð var fiskiafli fremur lítill um vet- urinn og vorið, en allgóður um sumarið, einkum að áliðnu sumri, í ágúst og september og fram í október; upp frá því hætti þar að fiskast; þó varð þar aptur fiskivart í desembermánuði. Á Austfjörðum var afli í betra lagi meginið af árinu; eink- um fiskaðist þar vel seinni hluta sumars, í ágústmánuði og fyrri hluta septembermánaðar; þá varð hlje á aílanum um hríð, en í októbermánuði tók aptur að fiskast, og var mokfiski fram i nóvember. H á k a rl s a fl i n n var næstliðið ár að tiltölu miklu betri en fiskiaflinn. Sunnanlands var nokkrum þiljuskipum hald- ið til hákarlaveiða um vorið, og öfluðu þau allvel; í torlákshöfn öfluðust á einum degi í aprílmánuði 360 hákarlar, og voru þeir metnir 1800 rd. virði. Undir Jökli aflaðist nokkuð af hákarli um vorið. Við í s a f j a r ð a r dj ú p og fyrir Hornströnd- um var allgóður hákarlsafli á þiljuskipum síðari hluta sumars. Við E y j a f j ö r ð aflaðist hákarl fremur vel um vorið og fyrri hluta sumars. ÁÁustfjörðum var hákarslaflinn í langminnsta lagi.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.