Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 27

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 27
MENNTUN. 27 þá lögðu yGrvöldin bann gegn prentuninni, með því að leyfí stjórnarinnar hafði eigi verið fengið til að stofna prentsmiðjuna; sat svo við það sem komið var. Af frjettablöðum komu 4 út næstliðið ár. 3 þeirra (Þjóðólfur, Norðanfari og Tíminn) voru hin sömu og árið áður, en eitt var nýtt. Gangleri, er kom út áAkureyri undanfarið ár, hætti nú að koma út, en í hans stað byrjaði Göngu-Hrólfur að koma út í Reykjavík ; ritstjóri þess blaðs er Jón Ólafsson, er fyrrum var ritstjóri Baldurs. Sú breyting varð á blaðaskipun- inni, að næstliðið árvoru3af blöðum þessum geGn út í Reykja- vík, en eitt á Akureyri, þar sem árið áður höfðu 3 blöð verið geGn út á Akureyri, en að eins eitt í Reykjavík. Öll þessi blöð eru lítil og hafa eigi marga kaupendur, en þrált fyrir það mundu þau eigi geta unnið lítið gagn, ef efni þeirra væri betur vandað og því betur hagað eptir stœrð þeirra. f>að spillir og mjög gagni því, er þau gætu gjört, að sendingar þeirra ganga svo ógreið- lega og optlega með vanskilum ; en nú er von, að slíkt batni, er hinar nýju póstgöngur komast á. Tímarit þau, er út komu næstliðið ár, voru framhald af sömu ritum, sem út komu árið áður. í Heilbrigðistíð- indum doktors Jóns Hjaltalíns voru, auk skyndifrjetta um heilsu- far og ýmsra ritgjörða um heilbrigðismál og lækningar, einnig nokkrar fróðlegar ritgjörðir, er lúta að náttúruvísindum. í T í ma- riti yGrdómara Jóns Pjeturssonar voru ýmsar frœðandi rit- gjörðir um forn skjöl, lög og dóma o. s. frv., mjög þjóðlegar, en eigi að síður nokkuð þungar fyrir alþýðu manna. í Nýj- um Fjelagsritum var ritgjörð um lagaskóla á íslandi, eptir stúdent Björn Jónsson; sýndi höfundurinn þar með skýr- um og ljósum rökum, hver nauðsyn bæri til, að koma á lagaskóla á landi hjer, og gjörði jafnframt grein fyrir, hvernig honum mætti bezt fyrir koma. Þar var og ágæt ritgjörð um verzlunarsamtök eptir Jón Sigurðsson, og ennfremur ritgjörð, er nefnd var prjónakoddi stjórnarinnar, eptir sama höfund; þeirrar ritgjörðar er fyr getið. |>ar voru enn fremur kvæði eptir skáldin Mattías Jokkumsson og Steingrím Thorsteinson, sum frumkveðin, en sum þýdd eptir fræg erlend skáld. í Gefn Benedikts Gröndals eru ýmsar frœðiritgjörðir, einkum um nor- rœna fornfrœði, og sömuleiðis ýms kvæði eptir hann sjálfan.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.