Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 10

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 10
10 MANNFJOLGUN. hólm. 25. nóvember drukknuðu 2 menn við Vatnsleysuströnd. 5. desember drukknuðu 4 menn við Akranes. Enn fremur urðu og nokkrir skipskaðar, sem eigi er greint frá í blöðunum hvar eða hvenær hafl orðið. 7—10 manns drukknuðu íám; 3—6 menn fórust í snjóflóðum; 3—4 u r ð u ú t i í óveðrum, 1 hrapaðifyrir björg, 1 varstangaðurtilbana, og einnskautsig tilólífls. Þess má geta hjer, að utanfarlr íslendinga hafa nokk- uð farið í vöxt næstliðið ár. Flestir þeirra, er utan fóru, fluttu sig ti l Am e r í k u, og seltust að í Wisconsin í norðanverðum Bandaríkjunum, eða þar í grennd. Það ár hafa utanfarirnar þó lítið dregið úr mannfjölguninni á íslandi, með því að þeir voru að tiltölu fáir, sem þá fóru; en eigi er ólíklegt, að slíkar ferðir kunni að hafa talsverð áhrif á mannfjölgunina framvegis, ef þær fara í vöxt, eins og nú virðast allar líkur til. Næstliðið ár hafa ýmsir inerkismenn látizt á ís- landi, þó að bjer sje fárra getið; en þó skal nefna nokkra, er kunnugastir voru: Skúli Vigfússon Thorarensená Móeiðarhvoli, fyrrum hjeraðslæknir í suðausturfjórðungi landsins og dannebrogsriddari, andaðist 1. apríl, 67 ára; hann var ein- hver hinn merkasti og duglegasti lækuir, sem verið hefur á ís- landi, og mjög ástsæll af landsmönnum. Ólafur Magnús- • son Stephensen í Viðey, fyrrum dómskrifari í landsyfir- rjettinum og jústizráð, Ijezt 14. apríl, 80 ára; hann var höfð- ingi mikill og göfugmenni. Jens Sigurðsson, rektor við latínuskólann í Reykjavík, andaðist 2. nóvembermánaðar, 60 ára gamall; hann var ágætur maður, samvizkusamur kennari og dugandi skólastjóri. Af prestum dóu þrír: Jón Pálsson M e 1 s t e ð, prestur í Klausturhólum og fyrrum prófastur í Ár- nessýslu, 13. febrúar, 42 ára, Þorlákur Stefánsson, prest- ur á Öndirfelli, 21. júlí, 66 ára, ogJón Einarsson Thor- lacíus, prestur í Saurbœ í Eyjaíirði, 12. september, 56 ára. Allir þessir prestar voru meðal hinna merkustu presta landsins nú á dögum. Helgi Sigurðsson Melsteð, prestaskólastúdent í Reykjavík, Ijezt 5. janúar; hann var að eins 22 ára, og hinn efnilegasti maður. Einn skólapiltur, Jónas ÞórðarsonJón- assen, gáfaður vel ogefnilegur, dó 25. maí, 16ára. Tveirmerkis- kaupmenn dóueinnig: Sveinbjörn Ólafsson í Keflavík, 15. okt., 56 ára, og Hans Sivertsen í Reykjavík,24.okt.,50ára.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.