Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 8

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 8
8 LANDSTJÓRN. Til fjórða kennara við latínuskólanníReykja- vfk var Steingrímur Thorsteinson, kandídat í málfrœði, settur 14. ágúst. Til prófasts í Húnavatnssýslu var Ólafur Pálsson, prestur á Melstað og dannebrogsriddari, kvaddur 2. marz. — Til prófasts í Gullbringu- og Kjósarsýslu var Þórarinn BöðvarssoD, prestur í Görðum á Álptanesi, kvaddur 3. apríl. — Til prófasts i S u ð ur-Þin g eyj a rsý s 1 u var Benedikt Kristj- ánsson, prestur i Múla í Aðalreykjadal, kvaddur 21. nóvember. Kálfafellsstaður var veittur 8. febrúar Sigbirni Sig- fússyni, presti að Sandfelli. — Klausturhólar voru veittir 2. april Eggerti Sigfússyni, presti á Hofi á Skagaströnd. — Rípur var veittur 4. apríl Guttormi Vigfússyni, kandídat í guð- frœði. — Vatnsfjörður var veittur 21. maí Þórarni Kristjáns- syni, presti í Reykholli og prófasti i Borgarfjarðarsýslu.— Hitar- dalur var veittur 3. júlí Jónasi Guðmundssyni, þriðja kennara við latínuskólann i Reykjavík. — Reykholt var veitt 30. júlí Jörgen Iíröyer, presti á Helgastöðum. — Sandarí Dýrafirði voru veittir 22. ágúst Páli Sivertsen, kandídat í guðfrœði. — U n d- irfell var veitt 12. september Sigfúsi Jónssyni, prestiáTjörn á Vatnsnesi. — Tjörn áVatnsnesi var veitt 26. október Jóni forlákssyni, kandídat í guðfrœði. — Saurbœri Eyjafirði var veittur 2. desember Jóni Austmann, presti á Halldórsstöð- um. — Þórður Jónassen, prestur í Möðruvallaklaustri, og Jörgen Kröyer, prestur í Reykholti, höfðu brauðaskipti 25. október. — Gunnlaugur Halldórsson, kandídat f guðfrœði, var 8. sept. skipaður aðstoðarprestur að Hofi i Vopnafirði. Prestvígðir voru: kandídat Guttormur Vigfússon 16. júní, skólakennari Jónas Guðmundsson 11. ágúst, og kandídatarnir Páll Sivertsen og Gunnlaugur Halldórsson 8. september. í árslokin voru óveitt: skrifaraembættið við landshöfðingja- dœmið og rektorsembæltið við latínuskólann og enn fremur 31 prestakall, en af þeim voru 13 sameinuð til bráðabirgða við önnur prestaköll.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.